1568 - Kindle fire

Scan86 (2)Gamla myndin.
Anna Einarsdóttir og Þorgeir bróðir hennar ásamt bræðrunum Bjarna og Benna.

Ekki veit ég af hverju þessi rasti kom í bloggið hjá mér um daginn. (Eða þaráður) Eiginlega er ég kominn með hálfgerða blogg-ritstíflu og þessvegna var það sem ég þóttist leysa málið með því að setja hingað gamalt blogg. Samt er ég búinn að fá nýtt leikfang, sem er Kindle fire tölva með snertiskjá, lit, vefaðgang o.s.frv. Kannski ritstíflan stafi bara af því. Ég er eiginlega búinn að bíða eftir henni lengi og kannski er hún komin núna (þ.e. stíflan, ekki spjaldtölvan)

Kannski er þetta bara tiltölulega meinlaus jólaritstífla sem rjátlast af mér með jólasteikinni. Ég veit svosem ekki af hverju þetta stafar því venjulega hef ég svo gaman af að skrifa að ég á erfitt með að hætta.

Mér er sagt að þetta séu spjaldtölvujólin miklu. Þessvegna fjárfesti ég í Kindle fire einsog áður er getið. Hún kostaði 199 dollara og ef einhverjir eru tilbúnir til að borga á annað hundrað þúsund fyrir þá er eflaust hægt að finna einhverja sem þiggja það.

Ætli það verði ekki næst á dagskrá hjá mér að birta dóm um þetta fyrirbæri. Þ.e.a.s. ef mér tekst að kveikja á henni.

Sagt er að Aðfangadagur sé að skella á með brauki og bramli. Það er annars orðið langt síðan maður hefur fengið almennilegt illviðri á Aðfangadag.

IMG 7484Borgarspítalinn.


Bloggfærslur 24. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband