14.12.2011 | 23:15
1562 - Meira um Vantrúarmáliđ o.fl.
Gamla myndin.
Hér er hlaupiđ hratt. Líklega er myndin tekin á Breiđabliki.
Mér finnst menn vera óţarflega ćstir útaf ţessu Vantrúarmáli. Hef reynt ađ kynna mér ţađ svolítiđ međ ţví m.a. ađ lesa blogg Helga Ingólfssonar og svarhalana viđ ţađ, ásamt einhverju fleiru. Ef hćgt vćri ađ segja ađ ţessi kynni ćttu ađ leiđa til einhvers sérstaks ţá mundi ţađ fremur vera ađ fólk ćtti ađ segja sig úr Ţjóđkirkjunni, en í hana aftur. Reyndar á hún ekkert ađ koma ţessu máli viđ. Ég hef t.d. aldrei gengiđ úr Ţjóđkirkjunni og tel veruna ţar skađlausa međ öllu. Ég sé t.d. allsekki ađ nauđsynlegt sé ađ ganga í Vantrú ef menn segja sig úr Ţjóđkirkjunni og efast um ţađ sé yfirleitt gert.
Jón Valur Jensson heldur áfram ađ skattyrđast viđ einhvern í athugasemdum viđ Síonistabloggiđ mitt sem ég setti upp 1. desember s.l. Ţađ kalla ég ţrautseigju. Ég er löngu hćttur ađ leggja ţar orđ í belg. Fylgist ţó dálítiđ međ ţví sem ţar gerist. Síđasta innlegg Jóns er frá ţví 11. desember. Er ekki viss um ađ hćgt sé ađ halda ţessu áfram mikiđ lengur.
Kannski tapađi Gunnar Thoroddsen fyrir Kristjáni Eldjárn í forsetakosningunum 1968 ađallega vegna ţess ađ hann var karlremba hin mesta. Er minnisstćtt ađ í áramótaskaupi einhverju sinni tók fréttakvenmađur sjónvarpsins í gervi Svölu Thorlacius viđtal viđ einhvern í gervi Gunnars. Man vel eftir alvöruviđtalinu ţar sem Gunnar gat međ engu móti leynt fyrirlitningu sinni á Svölu.
Alveg kemur ţađ fyrir ađ Jónas Kristjánsson hafi rétt fyrir sér ţó hann sé mest fyrir stóryrđin og hrokann á bloggi sínu. Nýlega skrifađi hann um orđaleppa annarra og kallađi ţá hugtakafalsanir. Ţađ er alveg rétt hjá honum ađ gengisbreyting hljómar betur en gengisfelling. Sömuleiđis hljómar mun betur ađ tala um ađ fara á svig viđ lögin en ađ brjóta ţau. Ólafur sérstaki segist ekki vilja tala um símhleranir heldur símhlustun. Hver hlustar ekki í símann? Í versta falli hlusta menn á sjálfa sig ţegar ţeir tala í síma. Já, sumir eru ţannig. Hugtakafölsun er ţetta ekki en ber vott um mikla hugsunarfátćkt.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
14.12.2011 | 00:16
1561 - Stóra Vantrúarmáliđ
Gamla myndin.
Helga í Holti og Júlíana.
Verđ ađ viđurkenna ađ stóra Vantrúarmáliđ hefur hingađ til ađ mestu fariđ framhjá mér. Ţó hef ég orđiđ svolítiđ var viđ illt umtal um félagsskapinn Vantrú bćđi á fésbók og annarsstađar.
Tók mig ţví til í gćrkvöldi og las á blogginu greinargerđ Helga Ingólfssonar um máliđ og ógnarlangan svarhala viđ hana. Ţrátt fyrir lengdina er sá svarhali mestan part mjög áhugaverđur og ţar međ ólíkur ţeim langa svarhala sem ég fékk fyrir nokkru viđ blogg-grein mína sem ég nefndi Síonistann í Kaupmannahöfn. Horfđi líka um daginn á viđtal viđ Bjarna Randver háskólakennara í Kastljósinu um ţetta allt saman en skildi ţví miđur lítiđ í ţví og fannst stjórnandinn hafa sífelldar áhyggjur af ţví ađ Bjarni vćri of langorđur.
Vel er hugsanlegt ađ einhverjir sem ţetta lesa séu eins fáfróđir um ţetta stórmál og ég var ţangađ til í ég las grein Helga og svarhalann. Ţessvegna ćtla ég ađ reyna ađ endursegja međ mínum orđum um hvađ ţetta mál snýst alltsaman. Auđvitađ er sú endursögn mjög lituđ af mínum skođunum og hugsanlega alls ekki rétt.
Vantrúarmenn virđast hafa veriđ óánćgđir međ umfjöllun háskólakennarans Bjarna Randvers um félagsskapinn viđ kennslu í guđfrćđideild Háskóla Íslands og kćrt Bjarna til siđanefndar háskólans. Ţađ er ekki óeđlilegt, ţó auđvitađ hefđi mátt láta óánćgju sína öđruvísi í ljós. Mál ţetta hefur ađ ţví er virđist grasserađ lengi í háskólasamfélaginu og rannsóknarnefnd veriđ skipuđ á vegum Háskólans til ađ rannsaka ţetta yfirgripsmikla mál.
Umfjöllun um ţađ virđist hafa veriđ mikil og m.a. í greinum í Morgunblađinu. Ţađ blađ les ég aldrei og hef ţví misst af ţeim greinum. Svo virđist sem bćđi Helgi Ingólfsson rithöfundur og Harpa Hreinsdóttir og hugsanlega fleiri hafi látiđ ţetta mál hafa svo mikil og sterk áhrif á sig ađ ţau hafa ađ eigin sögn látiđ skrá sig ađ nýju í ţjóđkirkjuna. Lengra er varla hćgt ađ ganga.
Yfirlýsing um máliđ er birt í mörgum fjölmiđlum í dag og safnađ undir hana ótal undirskriftum. Ekki get ég séđ ađ ţessi yfirlýsing skýri margt. Finnst gagnrýnin ţó einkum beinast ađ siđanefndinni en í minna mćli ađ Vantrú. Sé ekki betur en ţetta mál sé á leiđinni úr öllu samhengi viđ allt.
Ţađ er vandlifađ fyrir bloggara í veröldinni. Fyrir ekki mjög löngu fóru margir bloggarar í flćmingi miklum frá Moggablogginu ţví Davíđ Oddsson gerđist ritstjóri Morgunblađsins. Allmargir ţeirra fluttu sig yfir á Eyjuna. Nú er víst ekki almennilega líft ţar lengur, en hvert á ađ fara?
Forsetakosningar eru miklu skemmtilegri en alţingiskosningar. Prestskosningar voru samt skemmtilegastar. Nema kannski fyrir prestana sjálfa. Ástćđan var sú ađ ţar ríkja persónurnar einar. Málefnin skipta engu máli. Ţađ t.d. hvort viđkomandi drekkur eđa ekki, hvort hann hefur haldiđ framhjá konunni sinni eđa ekki, eru fullkomlega gild umrćđuefni.
Persónuleg reynsla mín af prestskosningum er samt afar lítil. Ţorbjörn Hlynur, bróđir Árna Páls man ég ţó ađ hafi komiđ í heimsókn til mín eitt sinn í Borgarnesi útaf ţvílíkum kosningum.
Forsetakosningum man ég samt eftir allmörgum. Fyrst ber ţá auđvitađ ađ telja baráttuna á milli séra Bjarna og Ásgeirs Ásgeirssonar. Ég hafđi auđvitađ ekki kosningarétt ţá en man eftir ađ hafa oft séđ Ásgeir og forsetabílinn sjálfan sem ekki var síđur merkilegur og einkum ţó númeriđ á honum. Ásgeir var bróđir Ragnars á Helgafelli í Hveragerđi og kom oft í heimsókn til hans.
Gunnar Thoroddsen, tengdasonur Ásgeirs ćtlađi ađ sjálfsögđu ađ taka viđ af honum. Ţađ var bara óvart Kristján Eldjárn ţjóđminjavörđur sem kom í veg fyrir ţađ. Auđvitađ kaus ég Kristján og man vel eftir fundi sem stuđningsmenn hans héldu í Laugardalshöll og var svo fjölsóttur ađ margir ţurftu ađ standa úti og hlusta á rćđuhöldin ţar. Ţar á međal ég. Man ađ ég stóđ nćrri suđvesturhorni hallarinnar.
Svo var ţađ Vigdís. Ég kaus hana líka og talađi meira ađ segja fyrir hönd Borgnesinga á fundi sem stuđningsmenn hennar héldu í Samkomuhúsinu í Borgarnesi.
Einnig kaus ég Ólaf Ragnar á sínum tíma. M.a. vegna ţess ađ Pétur Hafstein sem var hans helsti keppinautur var óţćgilega hallur undir Davíđ Oddsson og taldi sig ţurfa leyfi hans til ađ bjóđa sig fram. Ţannig var fundur ţeirra a.m.k. túlkađur af mörgum.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)