1509 - Bloggbyrjun

Scan101Bræður.

Hvernig byrja ég á bloggi? Jú, ég set inn í blogg-skjalið mitt í Word það sem ég ætla að segja um næstu myndir. (Gömlu og nýju). Svo reyni ég að skrifa eitthvað þar á milli. Gæti þess nefnilega að eiga alltaf einhvern varasjóð af myndum. Þær eldast yfirleitt ekki nærri eins illa og það sem skrifað er.

Svo má auðvitað alltaf láta sér detta einhvern skrambann í hug til að skrifa um. Mér leiðist að skrifa bara um eitthvað eitt efni. Þykir best að vaða úr einu í annað. Hef helst áhyggjur af því að ég sé oft of stuttorður um hlutina. Mér finnst samt að meiningin komist oftast til skila. Ef ekki, má alltaf skýra málin betur í athugasemdum. Ef fólk vill misskilja mig þá er það í lagi. Mér er sama. Nú nenni ég ekki að skrifa meira um þetta.

RUV er búið að breyta vefnum hjá sér (ruv.is) og hefur fengið ýmislegt lánað hjá öðrum. Veit ekki ennþá hvort þetta er til bóta, en það kann vel að vera. Mestu máli finnst mér skipta að þeir sem heimsótt hafa vefinn hingað til villist ekki á honum eftir breytingarnar. Á það er ekki komin næg reynsla ennþá.

Já, þetta er frekar stutt blogg enda er ég upptekinn við sláturgerð og þessháttar núna. Sviðasultan tókst bara vel. Þó á ég eftir að smakka hana. Ókey, nú er ég farinn að sauma vambir.

 IMG 6922Á Kársnesvegi.


Bloggfærslur 22. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband