1123 - Stjórnlagaþing

Bankahrunið, Icesave, glæpamenn á biskupsstóli, pínulítil morð og þessháttar eru auðvitað smámál í samanburði við væntanlegt stjórnlagaþing. Ef vel tekst til verður þarna gerður rammi um Íslenskt þjóðlíf næstu áratugina eða lengur. 

Hugsanlega skiptir ekki máli þó þingið sé aðeins ráðgefandi. Ótrúlegt er að stjórnvöld vogi sér að ganga gegn samþykktum þess ef þær eru nægilega samhljóða. Það er reyndar aðalgallinn við væntanlegt stjórnlagaþing. Hættan á að allt fari í tóma vitleysu vegna rifrildis. Stjórnmálaflokkarnir munu örugglega vilja ráða yfir þátttakendum þarna og hugsanlega er erfitt að koma með öllu í veg fyrir það.

Leyfilegt er samt að vona að þingið verði samstillt og árangursríkt. Mikið er búið að vinna að stjórnarskrármálum undanfarna áratugi og vel er líklegt að nota megi margt af því.

Eflaust eru hugmyndir manna um samstillt og árangursríkt stjórnlagaþing mjög mismunandi, en ef mönnum tekst að láta flokkapólitíkina víkja og sinn betri mann taka völdin er slíkt ekki útilokað.

Vel getur verið að hugsanleg aðild að ESB setji mark sitt á stjórnlagaþingið. Andstæðingar aðildar gætu reynt að koma inn ákvæðum sem gerðu slíkt erfitt eða ómögulegt. Þörfin á að koma með tillögur sem flestallir geta sætt sig við gæti þó komið í veg fyrir það.


Bloggfærslur 29. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband