1119 - DV ollir ýmsu

Flestir eiga sér sínar uppáhalds málfarslegu vitleysur ef svo má segja. Það fer hræðilega í taugarnar á mér þegar ég sé að blaðamenn og aðrir málsmetandi menn kunna ekki að beygja rétt í kennimyndum sterku sögnina að valda. Þetta er þó ótrúlega algengt. Þessi tilvitnum hér fyrir neðan er úr DV.is og þó orðið „kynferðismisnotkunarmálin" sé afkáralegt og alls ekki blaðamanni sæmandi er sögnin að „olla" sem kemur rétt á eftir margfalt verri að mínum dómi.

segir Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, um kynferðismisnotkunarmálin sem hafa ollið miklu umtali um hæfni Þjóðkirkjunnar til að bregðast við slíkum málum.

Auðvitað er það hrein smámunasemi að vera að finna að málnotkun og þessháttar þegar önnur og miklvægari mál skekja þjóðfélagið. Þjóðkirkjan er greinilega í vanda og vörn. Vinstri menn sækja hart að henni. Biskupinn fer undan í flæmingi og búast má við að trúmál verði stjórnmálunum að bráð. Stjórnarandstaðan sækir hart að ríkisstjórninni og ekkert er athugavert við það. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinna fara undan í flæmingi og reyna að hefna þess í héraði sem hallast á í þjóðmálum.

Bloggarar hafa hátt og reyna að valda sem mestu uppnámi. Búast má við hávaðasömu Alþingi og að talsvert muni reyna á fjölmiðla.

Samkvæmt rannsókn sem ég las einhvers staðar um eyðir fólk í fyrsta heiminum nærri helmingi vökustunda sinna við samskiptatæki. Síðan eru talin upp sjónvörp, símar og tölvur og sögð vera þau samskiptatæki sem rætt er um. Einhver er þarna afar illa að sér. Útvarp og bækur og blöð eru a.m.k. jafnmikil samskiptatæki og sjónvörp. Bílar jafnvel líka. Margir halda sig á Netinu m.a. til að lesa. Fréttir af þessu tagi eru alveg út í hött. Lífshættir fólks eru þó að breytast. Nútildags eyðir fólk ekki nærri eins stórum hluta vökustunda sinna til vinnu eins og áður var. Sé aukinn frítími notaður vitlega getur hann sannarlega verið til góðs. Of miklar frístundir geta líka verið til tjóns. 

Og nokkrar myndir:

IMG 2721Kópavogsfjara.

IMG 2888Reyniber.

IMG 2802Fylgst með fésbókinni.

IMG 2813Reisulegt hús á Álftanesi.

IMG 2832Fíflalegur þessi.

IMG 2842Tómatur ættaður úr stofuglugga.


Bloggfærslur 25. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband