20.7.2010 | 01:36
1085 - Tónlist og trúmál
Sigurður Þór Guðjónsson getur skrifað um tónlist eins og það sé eitthvert vit í henni. Auðvitað er þetta bara háttbundinn hávaði sem margir þykjast geta lesið allar fjárann í. Láta sér jafnvel detta í hug að spá í hvað tónskáldið meinar. Eins og hægt sé að setja það í orð. Þá væri nær að semja greinargerð um tónverkið og láta það duga.
Svokallað tóneyra hef ég aldrei haft. Hróðmar kennari sem eitt sinn kenndi okkur söng þegar ég var í barnaskóla úrskurðaði mig laglausan. Það var stórgott því þá þurfti maður ekki að mæta í söngtíma og gat í staðinn ærslast eitthvað eða jafnvel farið í sund. Einhverjir voru í sama bát og ég að þessu leyti. Man eftir að Lalli Kristjáns var það. Atli Stefáns var hinsvegar látinn reyna aftur. Man ekki hvort betur tókst til hjá honum í það sinnið.
Á þennan hátt losnaði ég við alla söngónáttúru og lét duga að hreyfa varirnar pínulítið þega skólasöngurinn var sunginn á hverjum morgni og fáein önnur lög að auki. Snemma hef ég farið að hafa gaman af textaútúrsnúningum því textinn við eitt lagið byrjaði alltaf svona hjá mér: Nú blikar við sólarlag sætsúpan köld." Annað byrjaði hinsvegar svona: Eldgamalt ýsubein, hrökk onaf sveskjustein, langt út á sjó."
Best eru blogg þegar bloggarinn er ekkert að hugsa um lesendur sína. Lætur bara eins og hann sé að tala við sjálfan sig. Man eftir manni á elliheimilinu Ási í Hveragerði sem gekk mikið fram og aftur um göturnar þar í hrókasamræðum við sjálfan sig. Þetta var fyrir daga pínulitlu og handfrjálsu farsímanna sem láta notendur sína líta út eins og þeir séu að tala við sjálfa sig.
Kristinn Theódórsson og Grefillinn sjálfur eru að fara í gang með trúmálaumræðu á bloggi Kristins sem hann kallar Gruflað og pælt". Þar verður rætt um hvort trúleysi sé trú og reynt að hafa svolitla stjórn á galskapnum. Mín reynsla er að trúmálaumræður fari oftast út um víðan völl og skili engu. Þeir ætla að reyna að hafa þetta bæði kurteislegt og under control". Vona bara að það takist. Veit að talsvert margir munu fylgjast með þessu.
Yfirleitt er ég afskaplega seinþreyttur til undirskrifta. Er til dæmis ekki enn búinn að ganga í Ómarshópinn á fésbókinni hvað sem síðar verður. Sumir eru svo undirskriftaglaðir og mótmælasinnaðir að það tekur engu tali. Vil helst hugsa mig vandlega um áður en ég tek þátt í svona löguðu. Veit heldur ekki betur en það sé í september í haust sem Ómar á afmæli. Vonandi verð ég búinn að hugsa mig um þá.
Uppá síðkastið hefur veðrið verið þannig að ekki hefur verið hægt að haldast súrmúlandi við innandyra. Nokkrar úðflúgtir höfum við því farið í og ljósmyndalager minn hefur vaxið að undanförnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggfærslur 20. júlí 2010
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson