1077 - Um bekkjarmynd o.fl.

Þetta verður með lélegra móti hjá mér að þessu sinni. Samt vil ég ekki bregða þeim vana mínum að blogga á hverjum degi. 

Algeng villa hjá fólki er að halda að hlutir séu því merkilegri sem meira er um þá fjallað á fésbók, í bloggi og fjölmiðlum. Svo er alls ekki en það er auðvitað skiljanlegt að hlutir vefji uppá sig ef margir fjalla um þá. Mér leiðist bara að hlaupa eftir slíku.

Heiðdís á Selfossi hafði samband við mig á fésbókinni útaf bekkjarmyndinni sem ég setti á bloggið mitt um daginn. Guðfinna var Guðbrandsdóttir og myndin er tekin árið 1956. Margt fleira mætti eflaust segja um þessa mynd. Bekkjarmyndir voru ekki algengar í Hveragerði á þessum tíma og einmitt þess vegna er myndin svo yfirfull af minningum.

Ég sakna samt sumra á þessari mynd sem ég man mjög vel eftir. T.d. vantar Sigga í Fagrahvammi þarna. Guðjón í Gufudal, Jónu Helgadóttur og ýmsa fleiri. Bekkjarsaga mín í barnaskóla er frábrugðin margra annarra meðal annars vegna þess að ég kunni að lesa þegar ég kom fyrst í skólann. Man vel eftir sumum sem voru ýmist á undan mér eða eftir í bekk. Gaman væri að frétta meira um Hveragerði í gamla daga. Í september í haust munum við svo hittast sem höfum komið saman annað hvert ár að undanförnu og vonandi fleiri.


Bloggfærslur 12. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband