1076 - Um ketti o.fl.

Kattafærsla mín í gær hafði einhver áhrif. Systir mín er orðlögð kattakona og mér hefur alltaf líkað vel við þá. Hundar geta líka verið góðir en helsti ókosturinn við þá er að það þarf yfirleitt að sinna þeim mjög mikið ef vel á að vera. Kettir eru sjálfstæðari. 

Margir eru ótrúlega æstir yfir þessum kattamálum. Það er óþarfi. Hundamál voru einu sinni mál málanna hér í Reykjavíkinni. Nú er þetta breytt. Enn bíta þó hundar fólk.

Mér finnst Moggablogginu vera að hraka og það veldur mér áhyggjum. Marka vinsældir þess fyrst og fremst á því hve mörg innlit þarf til að komast á 400 listann. Þeim fer fækkandi.

Vinsælir og góðir bloggarar eru horfnir héðan af Moggablogginu. Sumum hefur gengið vel að fóta sig annars staðar en öðrum ekki. Sumir skrifa víða og virðast reyna að hafa sem mest áhrif. Gera það líklega en mér finnst best að þurfa ekki að láta bloggstaðinn hafa áhrif á sig. Íhaldssemi er oft góð.

Vorkenni útrásarvíkingunum ekki vitund að þurfa að standa fyrir máli sínu í New York. Allt þeirra tal um hve skelfilegt sé að þurfa að verjast þar hefur minni áhrif eftir því sem þeir væla meira og ef þeir eiga í erfiðleikum með að skilja ensku er mér bara alveg sama. Hrunfréttir eru annars langt frá því að vera mín sérgrein.

Fáeinar myndir:

IMG 2319Einhverskonar hvönn held ég að þetta sé.

IMG 2331Fenjasvæði á Íslandi. Nánar tiltekið í Elliðaárdalnum.

IMG 2334Sama hér. Brúin aðeins farin að gefa sig.

IMG 2337Og svona eru Elliðaárnar.

IMG 2342Þessi rós er líka þar.


Bloggfærslur 11. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband