982 - Teitur Atlason

Teitur Atlason skrifar athyglisverðan pistil á DV.is sem hann nefnir: „Uppgjör óskast" og birtir mynd af ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Ég er mjög sammála því sem Teitur segir í grein sinni og einkum þótti mér eftirfarandi klausa athyglisverð:

Þegar ljóst var að dagar Vanhæfu ríkisstjórnarinnar voru taldir þá var eins og þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafi fengið það sem kallað er í alkafræðunum "moment of clarity". Hún steig til hliðar og bað Jóhönnu Sigurðardóttur að koma í sinn stað, enda var hún eini jafnaðarmaðurinn í þinghópnum!  Manneskja sem ríghélt í stefnuna, stóð með prinsippum jafnaðarstefnunnar og naut ómældrar virðingar fyrir vikið.

Teitur er greinilega einn þeirra sem bíður eftir að skýrsla rannsóknarnefndarinnar birtist og býst kannski við að í henni sé eitthvað bitastætt sem tekið verði mark á. Vonum að svo verði, annars gæti farið illa fyrir íslenskri þjóð. Öfgamenn hafa vaðið uppi að undanförnu og munu eflaust reyna að halda því áfram.

Stefna Samfylkingarinnar (sem Ingibjörg Sólrún var í forsvari fyrir) er stundum kölluð léttfrjálshyggja eða Blairismi og ef fólk vill endilega hafa fjóra flokka þá finnst mér rétt að hafa einn fremur lítinn flokk hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn (Frjálslynda flokkinn, Framsóknarflokkinn) og einn flokk vinstra megin við Samfylkinguna (Vinstri græna) Samfylkingin tæki þá upp alvöru jafnaðarstefnu og léti draum sinn rætast um álíka fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn. Tækifærið er núna og kemur ekki aftur í bráð. Þó ESB andstæðingar séu háværir um þessar mundir verða þeir ekki til lengdar með meirihluta í þessu máli.

Þegar ysta hægrið og ysta vinstrið eru sammála um eitthvað (eins og virðist vera um andstöðu við aðildina að ESB til dæmis) þá er líklegt að eitthvert vit sé í málinu. Öfgamenn allra flokka sameinist - gætu þeir sagt.

Öfgamenn nota setu. Ég á ekki við klósettsetu heldur bókstafinn setu. Þetta gerir Jón Valur Jensson. (Er mér sagt) Líka Jónas Kristjánsson. (Þó hann sé ágætur inn á milli) Björn Bjarnason notar áreiðanlega setu. (Þó ég muni það ekki greinilega og nenni ekki að gá að því) Mogginn barðist lengi fyrir setu. (Og gerir líklega enn) X og Z eru hjón, óttalega mikil flón - lærði maður í barnaskóla. 

Þetta segi ég af því að ég var aldrei góður í setu-fræðum og hætti að nota hana strax og það var leyfilegt.


Bloggfærslur 6. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband