998 - Sumardagurinn fyrsti

Nú þegar ég er aðeins farinn að venjast fésbókinni þá vaknar spurningin hvort vera mín þar muni verða til þess að ég bloggi minna. Fann örla fyrir þeirri tilfinningu þegar ég vaknaði í gærmorgun og fékk mér minn fyrsta kaffibolla að segja frá því á fésbókinni en stillti mig. Gat samt ekki stillt mig um að athuga hvað skráðir vinir mínir hefðu sagt eða gert í nótt samkvæmt nefndri bók. Meira fjör var á blogg.gáttinni. 

Guðbjörn Guðbjörnsson (minn uppáhalds sjálfstæðispólitíkus) skrifar hugleiðingu um „Konungsríkið Ísland". Það er ágætur pistill eins og jafnan hjá Guðbirni. Að verulegu leyti er ég sammála honum. Mér finnst samt Íslensk pólitík einkum vera vanþroskuð og barnaleg. Þá á ég ekki við umræðurnar. Þær eru stundum ágætar þó ramminn utan um þær sé skrýtinn. Heldur á ég við stjórnsýsluna. Hún og lagasetningin er oft ótrúlega óvönduð. Þingmenn virðast ekki einu sinni skammast sín þó í ljós komi að lagasmíð frá þeim sé ónothæf.

Flestir hafa allan fjárann á hornum sér. Ekki síður ég en aðrir. En sólin skín og sumarið er komið samkvæmt dagatalinu. Er ekki bara best að koma sér út í góða veðrið? Ég held það.

Og fáeinar myndir:

IMG 1646Esja.

IMG 1630Yfirbyggður bátur.

IMG 1642Beðið eftir viðskiptavinum.

IMG 1425Yfir Kringlumýrarbraut.

IMG 1592Háskólinn í Reykjavík.


Bloggfærslur 22. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband