970 - Eigi skal strippa

IMG 1405Lastaranum líkar ei neitt
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
fordæmir hann skóginn.

         (Veit ekki eftir hvern þessi vísa er.)

VG: „Er þetta fíkjublað eða hvað á myndinni hér fyrir ofan?"

GV: „Það veit ég ekki."

VG: „Andskotans klám er þetta. Svona lagað ætti að banna."

Hlustaði á útvarp í bílnum mínum í kvöld. Verið var að ræða um bankaleynd og einhverjir að tala við Helga Hjörvar. Hann vildi ekki gera mjög mikið úr tregðu bankanna á að veita upplýsingar. Annar fyrirspyrjandinn sagði þá:

„En hvernig túlkar þú þennan trega?"

Í því slökkti ég á útvarpinu því ég var kominn á leiðarenda. Held að fyrirspyrjandinn hafi ætlað að spyrja um tregðu bankanna og kannski hefur hann leiðrétt sig. En það er margs að gæta þegar talað er í útvarp.

Grófasta dæmi sem ég þekki um misnotkun á kommentakerfum er frá þeim tíma þegar ég las reglulega blogg Ágústar Borgþórs Sverrissonar. Verið var að ræða um einhver skrif og einhver sagði: „Eyrbyggja er betri." Og peistaði Eyrbyggju eins og hún lagði sig. Mér er þetta enn minnisstæðara vegna þess að á sínum tíma skrifaði ég upp alla Eyrbyggju og setti hana á Netið. Það var nú þá.

Og fáeinar myndir:

IMG 1304Hörpudiskur.

IMG 1274Fyrirtækismerki - ekki sem verst.

IMG 1293Skútur í Kópavogi.

IMG 1301Girðing að gefast upp.

IMG 1401Gangstéttar eru aðallega fyrir bíla eins og allir vita. Einkum jeppa að sjálfsögðu.


Bloggfærslur 25. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband