940 Ofurhraðallinn í Sviss

Nú fer ofurhraðallinn í Sviss fljótlega í gang aftur eftir að hafa verið bilaður síðan í desember að ég held. Margir fylgjast spenntir með því sem þar gerist. Sumir hálfhræddir. Ekki get ég tekið alvarlega heimsendaspárnar í þessu sambandi frekar en aðrar. Las einu sinni bók um svipaðan hraðal sem myndaði fyrir einhverja slysni nýjan alheim sem ekki var mjög stór. Eiginlega bara allstór kúla úr einhverju ókunnu efni sem erfitt var að rannsaka.

Golfáhugamönnum hefur fundist heimurinn snúast um Tiger Woods undanfarnar vikur. Mörgum finnst allt snúast um Ólympíuleikana í Vancouver þessa dagana. Vissulega er betra að detta inní lýsingar þaðan í sjónvarpinu en ýmislegt annað. Haiti er að mestu gleymt.

Er að verða svolítið háður þessum yrkingum í kommentum við flest mín blogg. Hef reglulega gaman af því. Ætti kannski að fara að yrkja aftur á vísur7.blog.is. Hef ekki gert það lengi. Fréttatengi alltaf þar.

Margt má finna í bókum. Einu sinni las ég um strák sem stundaði það að veiða feitar og pattaralegar maðkaflugur áður en hann fór í bað. Slíta svo af þeim vængina og láta þær skríða fram og aftur á typpinu á sér sem stóð þá hæfilega mikið uppúr vatninu.

Og í lokin fáeinar myndir frá Kanarí

IMG 0417Sandöldurnar frægu á Maspalomas-ströndinni

IMG 0427Pálmatré

IMG 0430Fjallasýn

IMG 0440KaktusIMG 0455

Kanaríköttur


Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband