1213 - Augnablik í lífi þjóðar

Nú er hefjast mikilvægt augnablik í lífi íslenskrar þjóðar. Eins og allir hljóta að vita er nú að hefjast kosning til stjórnlagaþings. Vonandi gengur allt vel og vonum ennfremur að kjörsókn verði góð. Áróður og umtal hefur verið með talsvert öðrum hætti en algengast er að sé fyrir kosningar hér á landi. 

Ég mun ekki þreyta fólk með löngu bloggi að þessu sinni en hvet að sjálfsögðu alla til að drífa sig á kjörstað.

Fésbókin og aðrar samskiptasíður loga um þessar mundir af samsæriskenningum allskonar, en ég hef ákveðið að breyta lítið þeim lista sem ég kom mér upp snemma í þessari kosningabaráttu. Mér finnst flokkspólitískur fnykur af þeim samsæriskenningum sem ég hef heyrt.

IMG 3834Með glóandi glyrnur.


Bloggfærslur 27. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband