1202 - Stjórnlagaþing og ESB

Svo virðist sem ESB-deilan sé að komast á nýtt stig. Andstæðingar inngöngu eru margir orðnir hálförvæntingarfullir og úthúða öllum þeim sem ekki taka undir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu strax. Flestir bíða þó eftir marktækri skoðanakönnun og víst er að viðsjár milli manna fara vaxandi frekar en hitt. Ég hef áður skrifað um að slæmt sé að ESB-deilan hafi áhrif á fulltrúa á komandi stjórnlagaþingi. Sú hætta er samt fyrir hendi. Ég get ekki annað en endurtekið það sem ég hef áður sagt. Það mál má á engan hátt skemma þar fyrir og þarf ekki að gera það.

Í bloggum mínum að undanförnu hef ég skrifað heldur illa um fésbókina sem margir stunda grimmt um þessar mundir. Viðurkenni þó alveg að þegar fésbókarvinum tekst hvað best upp er það sem þar fer fram á við ágætt samtal. Aldrei getur það samt orðið eins og blogg-grein, hvað þá blaðagrein.

Kannski eru stærstu gallar þess sem þar er skrifað hve fljótt það hverfur og stuttaralegt það er jafnan. Ef menn hafa komið sér upp sæmilega mörgum fésbókarvinum skrunar allt svo hratt í burtu að maður missir af flestu eða hefur það að minnsta kosti á tilfinningunni. Vonlaust er að ætla sér að skoða gömul fésbókarinnlegg. Það finnst mér þó hægt að gera varðandi bloggið. Athugasemdirnar þar geta orðið eins og nokkurs konar fésbókarumræða.

Mér þykir langmerkilegast varðandi komandi stjórnlagaþing hve lítið er um það talað. Fjölmiðlar minnast varla á það og það eru þá helst einstaka frambjóðendur sem virðast með lífsmarki. Það er alls ekki langt þangað til kosningin á að fara fram og ekki hef ég orðið var við marktækan áhuga stjórnvalda á því að kosningarétturinn verði notaður.

Þetta er einkennilegt. Stjórnlagaþingið er einhver markverðasti atburður í samanlagðri stjórnmálasögu landsins og fáum finnst ástæða til að minnast á það. Hvar endar þetta áhugaleysi? Tekst þeim öflum sem af einhverjum ástæðum eru mótfallnir þinginu að drepa það áður en kosið er? Verði kjörsókn lítil mun þingið örugglega ekki öðlast þann sess í þjóðarsálinni sem það á skilið.

Það er ansi hart að fjölmiðill eins og RUV sem við erum öll neydd til að borga fyrir skuli ekki sjá sóma sitt í að gera eitthvað svipað og þegar aðrar kosningar eru. Aðra miðla má kannski afsaka að einhverju leyti.

IMG 3735Hann er kominn.


Bloggfærslur 16. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband