1168 - Bætt heilsa

Stóri gallinn við Netflakk í óhófi er hvað það er fitandi. Haraldur Á. Sigurðsson sagði einhverntíma að allt sem einhvers virði væri í lífinu væri annaðhvort ósiðlegt eða fitandi. Hann var þó ekki að tala um Internet flakk. Útaf þessu tölvueðli er ég að hugsa um að minnka Netflakk og taka upp hollari lífshætti. Gönguferðir eru ágætar. Óþarfi er að borga stórfé fyrir það eitt að fá að reyna á sig. Ég stunda göngur nokkuð. Er ekki erfitt hér í Kópavoginum. Enda er gott að búa hér eins og allir vita. Jæja, bless í bili þá.

Heim er ég kominn og halla undir flatt. Svona byrjar eitthvert vísukorn ef ég man rétt. En nú er gönguferðinni lokið og ég bráðlifandi. Endurnar átu brauðið með bestu lyst. Helga þetta blogg bættri heilsu og næst þegar ég fæ mér kött þá er ég að hugsa um að fá mér hídroxíkött, þeir eru svo mikið auglýstir að þeir hljóta að vera nokkuð góðir.

Engir blogga eins léttilega um skák og þeir Goðamenn. Ráðlegg öllum sem gaman hafa af skák að fylgjast með blogginu godinn.blog.is. Auðvitað er líka rétt að fylgjast með skak.is og skákhorninu en skákpistlar eru næstum alveg hættir að birtast í dagblöðunum eins og einu sinni var. Svo má auðvitað gúgla skák og tengd málefni.

Nú er ég farinn að safna fésbókarvinum og er þegar kominn í 87. Margir eru í hundruðum og þúsundum og nú er ég farinn að elta þá. Hægra megin á fésbókarsíðunni minni eru alltaf einhverjar tillögur um vini og ég klikka jafnan á þá. Fylgist svo ekki vel með hvort þeir samþykkja en það gerir ekki mikið til. Þetta er einskonar hobbý hjá mér að verða. Auðvitað er ég að miklu leyti búinn að eyðileggja fésbókina með þessu og hættur að fylgjast nokkurn skapaðan hlut með því sem þar er skrifað nema því sé sérstaklega beint til mín.

Pennastriksniðurskurður í heilbrigðismálum eins og Guðbjartur Hannesson er að reyna núna er ekki gæfulegur. Á sama hátt og óskynsamlegt var á sínum tíma að reisa fullkomin frystihús í hverju smáþorpi úti á landi er ekki skynsamlegt nú  á tímum verulega bættra samgangna að hafa fullkomin og fullmönnuð sjúkrahús mjög víða. Að endurbótum á þessu er hægt að stefna en allt verður það ekki gert í einu kasti. Þessvegna er líklegt að þessi áform verði endurskoðuð.

IMG 3401Hér er ýmislegt á seyði.


Bloggfærslur 13. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband