784 - Skoðanakönnun um aðild að ESB

Fyrir nokkru var sagt í fréttum frá skoðanakönnun um aðild að ESB. Mig minnir að hún hafi verið tekin eftir að samþykkt var að sækja um aðild. 

17+17 prósent aðspurðra voru fremur eða mjög fylgjandi aðild en 19+29 prósent andvíg. Um 17 prósent voru síðan á báðum áttum. Eðlilega hafa aðildarsinnar ekki viljað ræða mikið um þessa skoðanakönnum. Sjálfur átti ég von á að fylkingarnar væru nokkuð jafnar, en svo er að sjá sem andstæðingar aðildar séu talsvert fleiri en aðildarsinnar eins og sakir standa.

Þetta kann auðvitað að breytast. Einkum ef einhver markverður árangur næst í aðildarviðræðunum. Hætt er við að Icesave-málið hafi haft áhrif á niðurstöðu þessarar könnunar.

Ég á von á að aðild að ESB verði mikið hitamál í allri stjórnmálaumræðu næstu misserin. Þetta mál hefur margar hliðar og er alls ekki einfalt.

Andstæðingar aðildar fullyrða gjarnan, án þess að vita nokkuð um það, að ESB muni á næstu árum og áratugum þróast í átt til þess að verða stórríki. Sumt fólk hefur meira að segja orðið andvígt aðild á þeim forsendum að annars endi afkomendur þeirra með að verða herskyldir í stórríkinu. Þetta er eins mikil fjarstæða og verið getur.

Ég er fylgjandi aðild eins og málin líta núna út en ef ekki nást almennilegir samningar getur stuðningur minn gufað upp á stuttum tíma. Auðvitað er eðlilegt að menn skipi sér í fylkingar og deili um þessi mál. Þetta getur vel orðið aðalhitamálið í íslenskum stjórnmálum næstu árin. Vonandi er samt að þessar deilur valdi ekki vinslitum þar sem síst skyldi.

Heyrði Hannes Hólmstein Gissurarson segja í einhverjum fréttatíma að bankahrunið væri okkur öllum að kenna nema Davíð Oddssyni. Finnst þetta hljóma eins og hver annar brandari en þó var ekki annað að heyra á Hannesi en honum væri fyllsta alvara með þetta.

Og í lokin nokkrar myndir.

IMG 3911Alveg til sóma enda með rjóma.

IMG 3916Hugsandi köttur.

IMG 3932Sveppanýlenda.

IMG 3962Þang og hrúðurkarlar.

IMG 3968Eitthvað grænt.

 

Bloggfærslur 26. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband