782 - Gaman er að gera hitt

Gaman er að gera hitt
á góðri stund.
Í píkuna að setja sitt.
Soldinn brund. 

Var ekki lengi að gera þessa vísu enda hef ég yfirleitt átt auðvelt með að setja saman dónalegar (óprenthæfar) vísur. Þarna þurfti ég á einhverju rammandi að halda í upphafinu.

Fáar vísur sem ég hef gert eru mér sérlega minnisstæðar. Ein klámvísa stendur þó uppúr. Hún er svona:

Tekur þýtt um tólið hlýtt
typpi er ýtt í skokkð.
Hárið sítt á tussu títt
titrar frítt og hrokkið.

Þessi er gömul og konan mín hjálpaði mér við hana. Gott ef hún á ekki fyrripartinn að mestu leyti. Sagði Þórði í Mýrdal einhvern tíma frá þessari vísu og síðan mátti hann ekki sjá mig öðruvísi en að fara með vísuna. Honum hefur líklega þótt hún góð.

Til konu minnar orti ég eitt sinn:

Mín ást til þín er alla tíð
sem eldfjalls heitur toppur.
Þú ert svanninn sem ég ríð
og svakalegur kroppur.

Ég álít semsagt sv- ekki vera einn af gnýstuðlunum eins og sumir gera. Í skólanum lærði ég að þeir væru þrír: sk- st- og sp-. Þetta er samt á mörkunum.


Bloggfærslur 24. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband