603. - Ofnbakaðir málshættir og endurtekin orðtök

Um daginn var ég að blogga um afbakaða málshætti. Reyndar hef ég aldrei skilið muninn á málshætti og orðtaki og geri ekki enn. Annað sem líka getur verið ákaflega skemmtilegt er þegar orð breytast í annað en ætlast er til.

Dæmi:
Heims + endingar + tilboð = Heimsendingartilboð.

Lau + garda + gur = Laugardagur.

Erpulsakum = Er púls á kúm?

Tré og runnar - Gunnar. (Sagt með mjög djúpri röddu. Var sérstaklega fyndið þegar mál þessu tengt var í hámæli.)

Margri nunnu er ábótavant.

Skyldu steggirnir á tjörninni eiga erfitt með andardráttinn?

Skyldu endurnar þar ekki vera ágætir endur-skoð-endur?

A: "Af hverju ertu að blogga um þetta?"

B: "Nú, eitthvað verð ég að skrifa."

A: "Eins og öllum sé ekki sama hvort þú bloggar eða ekki."

B: "Ég veit það ekki. Kannski bíða menn eftir að ég bloggi."

A: "Huh. Sér er nú hvert sjálfsálitið."

B: "Þetta er ekki sjálfsálit. Bara nauðsynlegt"

A: "Nú?"

B: "Já, mér hundleiðist þetta."

A: "Af hverju ertu þá að þessu?

B: "Ég veit það ekki."

A: "Hættu þá bara."

B: "Þetta er ekki orðið alveg nógu langt til þess."

A: "Ha? Hvað áttu við?"

B: "Ég þarf helst að hafa þetta heila blaðsíðu eða svo."

A: "Hvað meinarðu? Þetta samtal okkar? Ætlarðu að hafa það í blogginu?"

B: "Já."

A: "Andskotinn. Þá er ég farinn."

 

Bloggfærslur 14. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband