912 - Icesave

Þá er Icesave frá. Eða að minnsta kosti komið til forsetans. Líkur eru á að strax á morgun (eða réttara sagt fyrir hádegi á eftir) muni reyna á hann.

Eftirminnilegast frá þingfundinum sem sjónvarpað var í kvöld er saga Þráins Bertelssonar um skítugu nærbuxurnar hans Stórólfs.

Margir þurftu að gera grein fyrir atkvæði sínu í sjónvarpsútsendingu þessari enda býðst sjaldan tækifæri til að ávarpa svo marga. Eini maðurinn sem gerði það á þann hátt að áhrif hefði á mig var Róbert Marshall.


Bloggfærslur 31. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband