841 - Að fréttabloggast

Þetta eilífa fréttabloggs-stand er heldur leiðinlegt. Af hverju þarf ég alltaf að hafa skoðanir á öllu um Icesave, Séra Gunnar eða hvað það er sem eftst er á baugi hverju sinni? Jafnvel Óskar Bergsson eða mansalsmál vekja ekki hjá mér sterkar tilfinningar enda er ég búsettur í Kópavogi. Finnst merkilegast hvað allir sem um þessi mál skrifa eru með allt á hreinu og vita bókstaflega allt um þau. Tökum Icesave sem dæmi. Ekki hef ég hugmynd um hvernig dómsmálum um það mundi ljúka, væri sú leið í boði. Nær allir sem ég hef séð blogga um þetta mál eru samt með það alveg á hreinu að Íslendingar mundu vinna þau fyrirhafnarlaust og auðveldlega. Ekki ég. 

Flokkspólitíkin er farin að ráða mestu um skoðanir fólks í Icsave og bankahruns málum. Yfirleitt er það sem áhersla er lögð á einmitt það sem mundi koma flokki viðkomandi sem allra best. Þetta er hryggilegt.

Fritz Már Jörgensen sendir mér póst til að minna mig á að nú sé Sjónvarpsstöðin  ÍNN sú eina á landinu (fyrir utan RUV) sem sendir sitt efni ókeypis. Með fylgir listi yfir verð á aulýsingum. Þetta sendir hann mér (eða Netútgáfunni) sem aldrei auglýsi neitt. Jæja, sama er mér. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.

Sennilega er ég að fá einhvern snert af bloggleiða. Nenni varla að blogga meira núna. Þetta daglega svartagallsraus er alveg að drepa mig. Finnst miklu skemmtilegra að blogga um eitthvað annað.

Ég er í vafa um að það sé Alþingi til framdráttar að sjónvarpa yfir landslýð umræðum í þingsal. Málfundaæfingar þær sem þar tíðkast eru sumum hvimleiðar. Svo mismæla þingmenn sig svo oft að fólki ofbýður. Í dag var ég til dæmis að hlusta á umræður þar og þá sagði Siv Friðleifsdóttir eitthvað á þessa leið: „Ég vil fagna þennan tón..."

 

Bloggfærslur 22. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband