578. - Meiri líkur fyrir Geir að halda flokksformennskunni ef hann segir strax af sér

Fór niður í bæ í dag. Fyrst á Austurvöll en þar voru engir mótmælendur. Þeir fundust svo við stjórnarráðið en fóru svo aftur á Austurvöll en ég heim. Hef horft og hlustað á fréttir og þessháttar í kvöld og það er engin ástæða til að vera að blogga mikið um þetta. Ríkisstjórnin mun tæpast lifa þetta af. Geir er þó enn í afneitun.

Langskynsamlegast væri fyrir ríkisstjórnina að semja strax með sæmilega skipulögðum hætti um kosningar og stjórnarfyrirkomulag fram að þeim. Ótrúlegt er að stjórnin lafi framyfir landsfund Sjálfstæðisflokksins og möguleikar Geirs eru meiri á að halda formannssætinu þar ef hann segir af sér núna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.


Bloggfærslur 21. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband