576. - Um deilurnar um áramótin og nokkur góð spakmæli

Ég veit ekki til þess að deila Sigurðar Þórs Guðjónssonar við þá sem ráða hjá blog.is sé leyst. Verst þykir mér ef menn eru ekki einu sinni að tala saman. Sigurður Þór á fullt erindi hingað sem forsíðubloggari eins og hann var. Ég veit að ég er ekki einn um þessa skoðun. Menn gleymast fljótt hér. Oftast kannski af eigin völdum. Sigurður Þór deildi á þá Moggabloggsmenn í sambandi við breytingarnar sem urðu um áramótin. Sjálfur var ég settur útaf sakramentinu um tíma en því var kippt í liðinn. Mín reynsla af þeim sem hér stjórna er fremur góð.

Ég hef verið að blogga um málfar að undanförnu. Hér koma nokkur gullvæg brot úr tjónaskýrslum tryggingarfélaga:

Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl, sem var að koma úr hinni áttinni.

Ég hélt að bílglugginn væri opinn, þangað til ég hafði stungið höfðinu út um hann.

Ég sagði lögreglunni að ég væri ómeiddur, en þegar ég tók ofan hattinn komst ég að því að ég var höfuðkúpubrotinn.

Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf.

Ég sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði því á hann.

Ég var búinn að keyra í 40 ár, þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slysinu.

Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að fara svo ég keyrði yfir hann.

Ég var á leiðinni til læknisins, þegar púströrið datt aftur úr mér.

Ég var að reyna að drepa flugu og keyrði þarna á símastaurinn.

Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera.

Það bakkaði trukkur í gegnum rúðuna á mér og beint í andlitið á konunni.

Maðurinn var alls staðar á veginum, ég varð að taka heilmargar beygjur áður en ég rakst á hann.

Ég beygði frá vegbrúninni, rétt leit á tengdamömmu og hentist út af veginum hinum megin.

 

Bloggfærslur 19. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband