Færsluflokkur: Bloggar

3180 - Palestínustríðið

Nú starir semsagt á mig auð blaðsíða. Það er mín mission að útbía hana í bókstöfum. Hefst með öðrum orðum handa við það núna.

Núna fyrst er ég að jafna mig að mestu leyti á veikindunum um síðustu jól. Er farinn að drekka kaffi, hvað sem það endist lengi. Búinn að fá styrk í fæturna að mestu leyti, en jafvægið er útum allt og skrefin óttalega stutt.

En nóg um það. Snúum okkur að alvarlegri málum. Hamas-stríðið er ofarlega í hugum flestra. Ég get sennilega ekki lagt neitt skysamlegt til málanna þar. Það hefur verið reynt lengi og gefist illa. Margt gott fólk hefur þar lagt ýmilegt gott til málanna, en ekkert hefur gengið að miðla málum og sætta þau sjónarmið sem öllu ráða þarna.

Samúð mín er meira með Palestínumönnum. Það hefur verið farið illa með þá lengi og á margan hátt er eins og ísraelsk stjórnvöld hafi verið að vonast eftir einhverju svona löguðu. Ég er þó allsekki að mæla með hryðjuverkum eins og Hamas-skæruliðar hafa beitt. Þeim er að sumu leyti vorkunn samt.  

Margir óttast að þessi ófriður breiðist út og vissulega er hætta á því.

IMG 3677 

Einhver mynd.


3180 - Palestínu-stríðið

Nú starir semsagt á mig auð blaðsíða. Það er mín mission að útbía hana í bókstöfum. Hefst með öðrum orðum handa við það núna.

Núna fyrst er ég að jafna mig að mestu leyti á veikindunum um síðustu jól. Er farinn að drekka kaffi, hvað sem það endist lengi. Búinn að fá styrk í fæturna að mestu leyti, en jafvægið er útum allt og skrefin óttalega stutt.

En nóg um það. Snúum okkur að alvarlegri málum. Hamas-stríðið er ofarlega í hugum flestra. Ég get sennilega ekki lagt neitt skysamlegt til málanna þar. Það hefur verið reynt lengi og gefist illa. Margt gott fólk hefur þar lagt ýmilegt gott til málanna, en ekkert hefur gengið að miðla málum og sætta þau sjónarmið sem öllu ráða þarna.

Samúð mín er meira með Palestínumönnum. Það hefur verið farið illa með þá lengi og á margan hátt er eins og ísraelsk stjórnvöld hafi verið að vonast eftir einhverju svona löguðu. Ég er þó allsekki að mæla með hryðjuverkum eins og Hamas-skæruliðar hafa beitt. Þeim er að sumu leyti vorkunn samt.  

Margir óttast að þessi ófriður breiðist út og vissulega er hætta á því.

 

IMG 3677Einhver mynd.


3179 - Slysaskot í Palestínu

Nú er ég kominn í sæmilegan gír við bloggskrifin. Skrifa þó óttalega hægt og horfi alltaf á það sem ég skrifa. (það gerði ég ekki þegar ég var uppá mitt besta og skrifaði eftir handriti).

Enrico Fermi var ítalskur og á margan hátt má segja að hann hafi fundið upp kjarnorkusprengjuna, þó Robert Oppenheimer hafi verið yfirmaður Mahattan verkefnisins sem sá um smíði fyrstu sprengjunnar af því tagi. Margar þúsundir karla og kvenna unnu að því verkefni og auðvitað er ekki auðvelt að segja hver hafi fundið slíkt upp. Fermi fékk Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1938 og segja má að hann hafi verið heilinn á bakvið verkefnið.

Þetta er ansi fjölbreytt hjá mér. Ég veð semsagt úr einu í annað.

Ég horfi á í línulegari dagskrá í sjónvarpinu Fréttirnar, Gísla Martein, bækurnar hjá Agli ásamt Kappsmáli og annað horfi ég ekki á í sjónvarpinu. Föstudagarnir eru semsagt mínir aðalsjónvarpsdagar. Hápunkturinn hjá Gísla Marteini í gærkvöldi var Slysaskotið í Palestínu, auk þess sem mér finnst Halldóra Geirharðsdóttir alltaf eiga heima í Hveragerði. Veit ekki af hverju.

IMG 3704 

Einhver mynd.


3178 - Ýmislegt

Ekki veit ég hvað ég ætla að skrifa um núna. það verður samt vafalaust eitthvað. Verst hvað ég skrifa hægt. En það fylgir ellinni, held ég a.m.k.

Í nótt dreymdi mig skrýtinn draum. Mér þótti sem ég væri vaktmaður á Stöð 2 (eins og ég var einu sinni) Brotist var inn þar og ég lenti í miklu veseni með ungling eða táning sem það gerði. Í fyrstunni var krakki svona tólf ára með honum, en að lokum leiddist honum þófið og fór. Á endanum kallaði ég á lögregluna en sá eftir því vegna þess að ég hálfvorkenndi unglingsgreyinu.

Næst kemur heimspekileg pæling.

Eftir að maðurinn (mannkynið) aðskildi sig að mestu leyti frá dýrunum með sínum sjálfstæða vilja hefur hann (maðurinn) þróast næstum því beint til aukins skilnings á náttúrunni og stjórnar á henni. Hann hefur þó átt í mesta basli með að hætta að drepa. Þetta hefur ekki komið verulega að sök þegar hann hefur einkum drepið dýr, en stríðin svokölluðu sem einkum eru sprottin af valdafíkn, felast mikið í því að drepa annað fólk. Honum hefur gengið illa að venja sig af því. Dýrin stjórnast að mestu af hvatalífinu eins og kunnugt er. Þó á því séu ýmsar undantekningar.

IMG 3705 

Einhver mynd.


3177 - Tvær bækur

Kiddy og Garðar eru víst að flytjast norður á Dalvík. Af því tilefni komu hingað fáeinar bækur  um daginn. Tvær þeirra er ég að hugsa um að lesa við tækifæri. Annari þeirra ( þeirri minni) er ég þegar byrjaður að á og eiginlega búinn með . Hún er eftir Mikhael Torfason og er einslags byrjun á ævisögu hans og fjallar að sjáfsögðu mestmegnis um Votta Jehóva. Bókin heitir: ( að mig minnir ) Týnd í Paradís.

Þar er fjallað um ýmis mál sem snerta líf og dauða auk trúmála yfirleitt og finnst mér þessi bók á allan hátt vera mjög athyglisverð, en eins og menn muna fjallar bókin mikið um Votta Jehóva og strákinn sem þurfti að gefa blóð. Segja má að þessi trúarbrögð séu á vissan hátt afsprengi Aðventista. Ekki finnst mér ástæða til að fjalla mikið um efni bókarinnar hér, en hvet alla til að kynna sér hana hafi þeir ekki gert það.

Hin bókin nefnist Jónsbók og er eftir Einar Kárason. Fjallar um Jón Ólafsson í Skífunhni og er ævisaga hans. Ég kannast svolitið við hann síðan ég vann á Stöð 2. Margt áhugavert hefur vafalaust hent hann. En þá bók er ég ekki búinn að lesa, aðeins blaðað svolítið í henni.

 

IMG 3715Einhver mynd.


3176 - Þetta var skrifað 12. október

Tinna á afmæli í dag. Hún er orðin 14 ára og ekkert meira um það að segja. Kólumbusardagurinn var einu sinni haldinn hátíðlegur í USA á þessum degi eða um þá helgi sem næst honum var. Held að svo sé ekki lengur.

Nú er ég dottinn í það að blogga daglega. Samt hef ég eiginlega ekkert að segja. Kannski er bara best að hafa ekkert að segja. Þá er engin hætta á að maður tali af sér.

Vil ekki skemmta skrattanum með því að fabúlera um mögulega ráðherralista eða hver verða framtíðaráhrif stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Sennilega eru sumir þeirra sem þetta hugsanlega lesa, búnir að fá að vita hvernig ráðherrvandamálin verða leyst þegar þeir lesa þetta. Þetta er nefnilega skrifað á fimmtudagskvöld. Ég mun svo vænanlega pósta þetta í fyrramálið og lesa það yfir.

Ekkert bendir til þess að neitt merkilegt gerist í íslenskum stjórnmálum á næstunni fram yfir það sem þegar hefur gerst. Stjónin mun lafa af því eifaldlega að enginn flokkur sem að henni stendur mun þora að sprengja stjórnina.

Þó sumir þingmenn tali digurbaklega núna munu þeir þingmenn sem hafa stutt stjórnina halda áfram að gera það.

 IMG 3709

Einhver mynd.


3175 - Dagskrárstjóri í nokkra daga

Sennilega er það hæsta sem ég hef á æfinni náð í þjóðfélagslegum metorðum að verða dagskrárstjóri á Stöð tvö í nokkra daga eða kannski í vikutíma eða svo.

Þannig var að bæði Goði Sveinsson og Lovísa Óladóttir fóru að mig minnir til Cannes og ég var dubbaður uppí að vera dagskárstjóri á meðan.

Man ekki hvenær þetta var en við vorum áreiðanlega að vinna á Krókhálsi 4 þegar þetta var. Auðvitað kom ekkert fyrir á meðan, sem reyndi á þessa forfrömun mína, en nú er ég orðinn svo gamall að ekki verður þetta met bætt úr þessu. Raupsaldurinn kalla sumir þetta.

Gott ef Goði skrifaði ekki bréf þar sem þetta var tilkynnt.

Ýmislegt gengur á um þessar mundir. Búast má við nýrri ríkisstjórn um helgina. Enda er sú gamla farin að verða dálítið slöpp. Ekki ætla ég að reyna að spá um ráðherrstóla en við ýmsu má búast.

Áslaug fór með Jóa í gær til læknis, en þá vildi ekki betur til en svo að hún þurfti að fara aftur í dag. Og það gerði hún. Veðrið er ágætt núna, en það var leiðinlegt í gær og verður það víst aftur á morgun.

Þetta er alveg sæmilegt orðið hjá mér hvað lengdina snertir, svo kannski ég hætti bara.

 IMG 3731

Einhver mynd


3174 - Tvær vísur

Ekki veit ég hvað ég ætti að skrifa um í dag. Jens Guð segist ekki vera með afkastamestu bloggurum hér á Moggablogginu. A.m.k. hefur hann skrifað manna lengst hér á bloggið og það er engin furða þó hann sé með vinsælusu bloggurum hér. Uppfinningasemi hans er mikil og hann hefur fastan aðdáendahóp eins og ég hafði eitt sinn Þorsteina tvo sem oftast skrifuðu athugasemdir hér á bloggið mitt.

Íhaldshrókur afleitur
innan sviga graður.
þrammar áfram þrefaldur
Þorsteinn kvæðamaður.

Þessa vísu kenndi Þór mágur minn mér eitt sinn fyrir löngu. Hún er allsekki um Briemarann eða Siglaugsson, en á hugsanlega vel við núna.

Eitt sinn sagði ég og hafði eftir eihverjum öðrum, að góð vísa væri sú sem flestir gætu lært með því að heyra hana aðeins einu sinni. Mér finnst þessi vísa vera því marki brennd.

Ég er nú einu sinni skákáhugamaður. Einhverntíma var það að Velvakandi Morgunblaðsins eða einhver annar tilfærði þessa vísu:

Sátu tvö að tafli þar
tafls óvön í sóknum.
Aftur á bak og áfram var
einum leikið hróknum.

Þessa vísu hef ég kunnað lengi og alltaf álitið að væri argasta klámvísa. Ekki fór samt á milli mála að sá sem tilfærði þessa vísu í Mogganum áleit hana fjalla um skák.

Þetta blogg er orðið nokkuð langt, svo best er að hætta.

IMG 3735 

Einhver mynd.


3173 - Þetta er mikill fréttadagur

Nú er ég kominn á stað með að blogga og ekki víst að ég hætti því í bráð.

Auðvitað er erfitt að skrifa án þess að minnast á Palestínu og Ísrael. Horfði á sjónvarpið ræða um þessi mál og einu er ég alveg sammála sem sagt var þar. Skilningur á þeim vandamálum sem þarna er um að ræða fæst meðal annars með því að kynna sér sögu þessara mála sem best. En hvar á að byrja?

Hvað mig snertir er eðlilegast að byrja nokkuð seint. Ekki held ég að skili miklu að byrja á biblíutímum. Hægt er að byrja þar sem Rabin og Arafat voru hálfpartinn neyddir til að skrifa undir friðarsamkomulag. Rabin var fljótæega myrtur og Arafat hugsanlega lika. Þar hefði raunverulegt friðarferli getað hafist.

Enginn græðir á þeim ósköpum sem nú eru hafin og fleiri þjóðir gætu hugsanlega blandast í málin á næstunni. Enginn veit hvernig mál þróast. En ískyggilegt er þetta vissulega.

Og svo er Bjarni hættur. Hugsanlega er rétt að þetta sé bara plott hjá Bjarna og Katrínu. Með þessu móti er samstarfinu hugsanlega borgið í bili. Bjarni fjarstýrir hugsanlega fjármálunum og hugsanlega var Svandís með í plottinu.

 

IMG 3736Einhver mynd.


3172 - Trump og Netanjahú

Ég þori ekki almennilega að skrifa það sem mér dettur í hug í sambandi við þetta nýjasta stríð í Ísrael.

Meðan Bandaríkjamenn segjast styðja Ukrainumenn í stríði sínu við Rússa ætla þeir að beita öllum sínum herstyrk til varnar Ísrael. Þvílík tvöfeldi. Þeir hugsa bara um eigin hag og hver veit nema þeir kjósi yfir sig glæpamanninn Trump í forsetakosningunum á næsta ári. Ég skil ekkert í Demókrötum að tefla fram gamalmenninu Biden í komandi kosningum. Að vera nánast ósýnilegur í síðustu forsetakosningum er hans helsti styrkur.

Mig minnir að ég hafi skrifað mikið um Trump þegar hann var í framboði í forsetakosningunum árið 2016 og síðan alla hans forsetatíð og varla er hægt að telja mig stuðningsmann hans. Ef ég á svo eftir að skrifa um hann aftur. Ja, Guð hjálpi mér þá. Nei, ég meina ekki Jens Guð (sem mig grunar að sé Guðmundsson) Annars hlýtur hann að vera með allra afkastamestu bloggurum hér á Moggablogginu. (Altsvo Jens Guð, en ekki hinn Gúddinn) Nú er ég kominn út fyrir efnið í öllu fimbulfambinu. Nenni ekki að leita að þræðinum.

Ekki ætla ég mér þá dul að spá um hvort Kata hættir alveg í stjórnmálum fyrir næstu kosningar. Sú er samt spá sumra. Þó sjálfstæðismenn séu hundóánægðir með núverandi stjórn, þora þeir ekki að slíta samstarfinu. Slíki gæti haft slæmar afleiðingar. Líklega þyrfti þá að losa sig við Bjarna. Sé ekki að neinn sé líklegur til þess. Kannski Gulli hafi tímasett framboð sitt vitlaust. Bjarni er hugsanlega dálítið veikur fyrir núna.

IMG 3738 

Einhver mynd.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband