Færsluflokkur: Bloggar
6.9.2025 | 09:30
3257 - Fjandi stendur þetta lengi
Nú er ég kominn á bragðið og kannski ég verði óstöðvandi úr þessu. Hver veit. Ekki ætla ég að halda aftur af mér. Kannski ég segi ykkur einhver deili á mér og fjalli eitthvað um þessi veikindi mín.
Semsagt skömmu fyrir jól 2022 veiktist ég hastarlega og var fluttur á sjúkrahúsið hér á Akranesi á aðfangadag. Þar versnaði mér frekar en hitt, er mér sagt, og var fluttur meðvitundarlaus til Reykjavíkur á gjörgæslu þar. Þar dvaldi ég svo í rúmlega 20 daga og fannst ýmislegt að mér og var mér vart hugað líf. Auk covid-19 og lugnabólgu var um blæðandi magasár og eitthvað fleira að ræða. Það var svo ekki fyrr en gerður var á mér barkaskurður að mér tók að batna svolítið.
Allt væri þetta gott og blessað, ef mér neilsaðist bærilega núna. En því er ekki að heilsa. Mér hefur sáralítið batnað á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þetta var. Kraftlaus er ég að mestu í fótunum ennþá, jafnvægið er úti á túni og fínhreyfingar í fingrunum eru farnar veg allrar veraldar. T.d. er ég alveg búinn að týna niður fingrasetingu á ritvél.
Hættur að sinni. Hugsanlega meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2025 | 08:42
3256 - Covid-19
3256 Covid-19
Nú er fimmtudagur og ég er búinn að setja upp blogg fyrir daginn í dag.
Þetta blogg set ég ekki upp fyrr en á morgun þarafleiðandi. Vona að enginn setji það fyrir sig.
Veit samt ekki ennþá hvað ég kem til með að skrifa um, en vonandi verður það eitthvað. Vilja ekki flestir a.m.k. tala einkum um sjálfan sig. Kannski ég geri það bara.
Það var skömmu fyrir jól 2022 sem ég veiktist af Covid-19 og ég er allsekki búinn að jafna mig ennþá. Ofan í kaupið missti ég svo konuna mína úr krabbameini í janúar í vetur og það flýtti nú ekki fyrir bata mínum. Þetta er nógur barlómur svona í byrjun á lýsingu á veikindum mínum, svo ég er að hugsa um að hætta hér. Meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2025 | 10:12
3255 - Um ekki neitt
Nú er ég kominn í svolitla æfingu, svo þetta blogg ætti að verða svolítið lengra en síðustu blogg mín hafa verið.
Veit samt ekki hvað ég ætti að skrifa um.
Kannski skrifa ég um veikindi mín en fáir hafa líklega eins mikla þekkingu á þeim og ég.
Það verður þó ekki strax, því ég er ennþá mjög lengi að skrifa. Mér er þó að fara mikið fram við skriftirnar. Nota þó enn tveggja putta aðferðina.
Skrifa ekki meira í bili og hætti núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2025 | 20:53
3254 - Lengra blogg
Nú ætla ég að reyna að skrifa lengra blogg en áður. Það ætti að ganga vel.
Nú hef ég meiri tíma en í gær. Sennilega verður það samt ekki mjög langt.
Mér leiðast löng stjórnmálablogg, þau eru samt algeng hér á Moggablogginu og ég
ætla mér að reyna að berjast gegn því. Það tekst nú þó kannski ekki.
Sjáum til. Ekki veit ég hvernig sú fyrirætlun gengur.
Stutt blogg eru skemmtileg. Kannski birti ég vísur, af þeim kann ég nóg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2025 | 21:28
3253 - Dagleg blogg
Nú ætla eg að skrifa stutt, enda er ég bæði syfjaður og tímanaumur.
Stendur vonandi til bóta.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2025 | 17:01
3252 - Bloggað af gömlum vana
Nú er víst kominn nýr mánuður, september 2025, er mér sagt, ekki get ég sannað það og ekki er víst að ég verði alltaf svona duglegur að blogga. Þó má gera sér vonir um það. En stutt er ég hræddur um að þau verði. Sjáum samt til. Ekki veit ég svosem um hvað ég á að blogga. Mér hlýtur að leggjast eitthvað til. Svo fer venjulega. Þá vélritaði ég hratt og hiklaust, en nú er ég lengi og geri tómar vitleysur sem ég þarf svo að leiðrétta eftirá, því ekki get ég látið allar vitleysurnar frá mér fara.
Bless í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2025 | 10:17
3251 - Endurfæðing
Nei, ég er ekki dauður. Var það þó næstum því í janúar 2023.
Nú hef ég bara sleppt úr júlí og ætla að reyna að halda út lengur en síðast.
Sjáum til.
Var á heilsuhælinu í Hveragerði frá 16. júlí til 13. ágúst og þar var gott að vera.
Skrifa ekki meira núna. Eitthvað verð ég að skrifa á morgun.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2025 | 22:13
3250 - Bölvað rugl
Óveðrið, sem spáð var, kom ekki hingað á Akranes. Að vísu var hvasst og rigndi svolítið. Annað var það ekki.
Kannski fer ég að blogga reglulega, en kannski verður þetta bara Júní-innleggið mitt.
Hver veit.
Ennþá er ég lengi að skrifa, en það gerir ekkert til því ég er svo gamall og hugsa svo hægt.
Í dag fór ég til klippara þrátt fyrir allt rokið. Bjarni keyrði mig. Ég er hættur að keyra.
Hingað koma hjúkkur í löngum bunum enda er ég orðinn svo aumur og gamall að ég get ekkert eða a.m.k. lítið gert.
Sennilega fer ég á heilsuhælið í Hveragerði í sumar og svo getur verið að ég fari í dagvistun bráðum. Annars nenni ég ekki að skrifa meira núna.
Bless í bili. (Skrifað þriðja júní.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2025 | 21:52
3249 - Trump forseti
Um daginn fór ég einn og sjálfur út í búð og það er slíkur sigur að ekki verður með orlum lýst.
En nóg um það. Tölum um eitthvað annað.
Mér virðist Trump vera að missa tökin á tilverunni. Kannski verður honum hjálpað á fætur aftur, hver veit. Minni spámenn hafa fengið hjálp til að komast á fætur.
Eins og sjá má er mér umhugað umTrump. Finnst hann líka ekki nærri eins hættulegur núna og áður var. Sennilega er hann líka búinn að læra meira og betur á kerfið og tekur til baka mestu vitleysurnar nú um stundir. Þó er hann hægri sinnaður mjög. Skil ekki hvers vegna Bandaríkjamenn kjósa þennan afglapa fyrir foseta aftur og aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2025 | 21:43
3248 - Trump æsingaseggur og einangrunarsinni
Þó ég álíti mig talsvert vinstri sinnaðan, finnst mér ekki að allt hið illa sé hjá öfga-hægrinu og allt hið góða hjá góða fólkinu, eða villta vinstrinu. Allt er blanda af öllu.
Segja má að þeir sem bestir eru í báðum herbúðum ættu að sameinast um að horfa öðru hvoru á málin frá sjónarmiði andstæðingsins. Þá mundu deilurnar ekki verða eins hatrammar og annars. En hvað á að gera ef valdamesti maður heims reynir allt sem hann getur til að æsa menn upp? Ég efast ekki um að Trump gengur gott eitt til, en aðferðir hans eru eins rangar og þær geta verið.
Ég ætla ekki að fjölyrða mikið um þetta, en það er augljóst að þó sumir séu honum sammála um sumt eru fáir, utan hans innsta hrings, sem segjast vera honum sammála um allt sem hann segir. Skárra væri það nú. Ég efast um að hann komi fram nema hluta þess sem hann segist ætla að gera.
Einsog fyrri daginn er Trump mér hugleikinn, svo best er að hætta sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)