30.12.2024 | 22:51
3237 - Um heimsmál
Nú er klukkan rúmlega eitt á laugardegi milli jóla og nýárs og árið er 2024. Samt er ég að hugsa um að byrja á næsta bloggi, því ég er í sæmilegu skrifstuði. Kannski er ég að koma til í þessu. Aldrei að vita.
Ég er vinstri sinnaður í pólitík á því er enginn vafi. Og ég skammast mín ekki nokkurn hlut fyrir það þó ég bloggi hér. Þægilegast finnst mér að skipta flokkum eftir þeim línum. Þ.e. í vinstri og hægri. Auðvitað skil ég að sú skipting er dálítið úrelt, en samt hjálpleg. Einnig finnst mér þægilegt að skipta flokkum eftir heimsmálum og oft er það ágætt. Annars er flokkspólitík yfirleitt mannskemmandi.
Nú um stundir finnst mér oft best að skipta flokkum eftir svæðum, ef annað er ekki hægt. Þannig eru, að mér finnst, Vestrurlandabúar yfirleitt einstaklingshyggjumenn en þeir sem búa í Austurlöndum meira fyrir samvinnuna.
Kannski ég láti þetta duga að sinni, enda er ég búinn að vera lengi að þessu og skrifa hægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2024 | 09:53
3236 - Áramót
Hver veit nema ég byrji á reglulegum bloggskrifum fyrir áramót. Landið virðist vera að rísa. Sólstöðustjórn og svona. Mér finnst allavega margt fara batnandi. Er búinn að lesa bókina hans Eiríks Bergmann og fannst hún nokkuð góð.
Áreiðanlega er ég ekki eins góður í fingrasetningu og hann, en þetta kemur vonandi. Samsvörun er í ýmsu hjá okkur en allsekki í öllu. Ekki veit ég hvaða bók ég les næst. Ég fékk þær nokkrar í jólagjöf.
Ég hef svosem engan sérstakan áramótaboðskap að flytja, og ætti þessvegna að þegja. Það geri ég samt ekki. Nú er ég að komast í skrifstuð. Ekki er það nú með öllu óvænt, en velkomið samt.
Jólin voru vel heppnuð, góður matur og þessháttar. Samt át ég fullmikið af Hamborgarhrygg samanborið við kalkún eins og ég hefði átt að gera. Ekki verður þó við öllu séð og heldur er ekki víst að alltaf sé hvortveggja á boðstólum. Hættur núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2024 | 23:13
3235 - Ný ríkisstjórn
Nú er ekki nema rúmlega dagur til kosninga. Ég er ekki enn búinn að ákveða hvað ég kýs. Líklega stendur valið á milli Samylkingar og Sósíalista. Segja má að sósíalistar eigi skilið að eiga fulltrúa á þingi nú þegar vinsri grænir hverfa þaðan.
Allt útlit er samt á að hægri-sinnuð ríkisstjórn verði áfram við völd. Samt fer það eftir skilgreiningum. Framsókn horfir að vísu til vinstri, en enginn veit hvar Flokkur fólksins er á vinstri-hægri ásnum.
Nú er það komið í ljós að Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins ætla að reyna stjórnarmyndun. Ekki er alveg víst að það takist, en slík stjórn yrði líklega kölluð vinstri stjórn. Konur hafa aldrei reynt stjórnarmyndun hér á Íslandi, svo kominn er tími til.
Og það tókst. Efast um að nokkru sinni hafi nokkurri ríkisstjórn verið fagnað eins mikið og þessari og kemur þar margt til.
Líklega verður þetta Desemberinnlegg mitt, en á næsta ári hef ég fullan hug á að bæta mig, hvað regluleg skrif varðar. Hættur núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2024 | 22:31
3234 - Að skjóta á Rússa
Ekki hefur mér enn tekist að ná upp viðunandi hraða í fingrasetningunni, en þetta kemur vonandi með tímanum.
Ekki ætti mér að verða skotaskuld úr að laga þetta. Hvað er annars skotaskuld? Er það skuld við einhvern skota? Ég veit það ekki. En flestir nota þetta orðalag hiklaust. Og það er ekkert athugavert við það. Að hugsa um það truflar flesta. Ég hinsvegar sækist eftir truflunum vegna þess að ég hef ekkert annað að skrifa um.
Jú, annars. Ég gæti skrifað um ákvörðun Bidens um að leyfa Ukrainumönnum að skjóta á Rússa. Að vísu á það bara við um svæði það sem Ukrainumenn hafa þegar hertekið og alls ekki er víst að Rússar bregðist illa við þessu. Gera má þó ráð fyrir að Trump veitist erfiðara eftir en áður að koma á friði þar á einum degi eins og hann hefur talað um. Norður-Kórea gæti orðið helsta vandamálið þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2024 | 07:15
3233 - Hlaðvarp ætti að vera hljóðvarp
Orðið hlaðvarp er rugl og vitleysa. Rangt myndað auk annars. Fyrir þessu má færa sannfærandi rök. Nefnd sú er ég held að þessu ráði og á sínum tíma kom fram með orðið Surtsey sem miklum deilum olli, hefur í þessu tilfelli látið hljóðláta hægindakomma ráða of miklu. Vissulega var búið að ljá orðinu hljóðvarp, nýja merkingu umfram málfræðilega merkingu orðsins, en samt hefði orðið hljóðvarp verið rétt myndað.
Orðið hlað vísar ekki í neitt sem hefur merkingu í þessu sambandi og er þessvegna ruglandi mjög. Því er oft haldið fram að íslenskan sé í raun auðlærð vegna merkingarbærra samsetninga, en í þessu tilfelli hefur verið farið gjörsamlega á svig við slíkt. Auk alls annars eru mörg dæmi þess að sama orðið hafi margskonar merkingu og ásæðulaust með öllu að láta slíkt hafa áhrif á sig.
Nenni ekki að skrifa langhund eins og sumir og ætla þessvegna að láta þetta duga að sinni. Kveð því núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2024 | 21:22
3232 - Trump II
Allir eru að óskapast núna yfir Trump greyinu. Jú, vissulega hefur hann unnið mikilvægan sigur, en það á alveg eftir að sjá hvernig forseti hann verður. Hann verður líklega einangrunarsinnaðri en sá núverandi. Mun leggja mikla áherzlu á allt amerískt, en það eru Bandaríkjaforsetar hvort sem er vanir að gera.
Hann virðist gera sér grein fyrir því að í keppni einsog þarna var boðið uppá skiptir öllu máli að sigra. Loforðin er hægt að útskýra seinna. Standa við sum, með önnur getur farið eftir ýmsu með það.
Hárin mér á höfði rísa
hugsi ég um kærleik þinn.
þetta er annars ágæt vísa
einkumn seinni parturinn.
Þetta er gamall húsgangur, einsog fyrri daginn. Þessa brellu nota ég þegar ég hef ekkert meira að segja og nenni ekki að skrifa langhund og skrifa þessutan mjög hægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2024 | 10:22
3231 - Trump
Þegar þetta er skrifað, allsnemma á miðvikudagsmorgni, bendir flest til þess að Trump hafi sigrað í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Evrópubúar hefðu sennilega viljað annan forseta og pressan (sú alþjóðlega) var alfarið á móti honum. NATÓ-sinnar einnig. Ég held að heimsbyggðin hafi ekki eins miklar áhyggjur af kjöri hans núna eins og í fyrra skiptið.
Bloggar | Breytt 11.11.2024 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2024 | 21:52
3230 - Hættulegt
Já, lífið er lotterí og ég tek þátt í því. Þannig er það bara og þannig verður það. Samt er það svo að lífið er samskipti, ég fer ekki ofan af því, enda óþarfi. Margt má um samskiptin segja og verður eflaust sagt. Sumir vilja kenna samfélagsmiðlunum um allt sem aflaga fer. Það held ég að sé ekki sanngjarnt. Samt er það svo að óþarfi er að láta krakkana vaða uppi með símana á lofti. Að mörgu leyti eru þeir verkfæri djöfulsins. Og þeir eru upphaf þeirrar lausungar sem viðgengst í skólastarfi. Ekki er einsýnt hvar eigi að draga mörkin verði þeir bannaðir.
Ekki er samt nóg að banna símana, heldur þarf að fá fólk til að gjalda varhug við að fara almennt eftir því sem fésbók boðar. Margt er þar vafasamt í meira lagi. Einkum er hættulegt að taka fólk alvarlega þar. Flestir eru á fésbók eins og þeir vilja vera en ekki eins og þeir eru.
Ef nota þarf símana í skólastarfi ætti að vera hægðarleikur að fá ódýra síma til þess.
Reyndar eru símar yfirleitt ekki notaðir í skólastarfi, heldur tölvur. Þær er auðvelt að fá með góðum afslætti, notaðar ef ekki vill betur.
Þetta er ég mestallt búinn að skrifa með tveggja putta aðferðinni því árans koveitið rændi mig fingrasetingunni. Kannski æfi ég mig á henni seinna meir. Sjáum til. Nú nenni ég ekki að hafa þetta lengra og er þessvegna hættur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2024 | 20:24
3229 - Paradís
Hvað er það sem úti frýs
fyrir utan Paradís?
Það eru bæði maðkar og mýs
mannskítur og færilýs.
Þessi vísa er gamall húsgangur eins og allir hljóta að sjá.
Ég er enn þeirrar skoðunar að lífið sjálft sé undir samskiptum hverskonar komið. Það sé langmikilvægast fyrir yfirburði þá sem mannkynið hefur framyfir dýrin. Að láta þessa yfirburði í hendurnar á vélum eða tölvum er hægt að segja að séu stærstu mistök sem mannkynið hefur gert. Með samskiptum á ég við hverskonar samskipti sem hægt er að hugsa sér. Þau geta verið góð eða slæm, við mannverur eða dýr o.s.frv,
Sennilega er ég m.a. að tala um fésbók og aðra samfélagsmiðla þegar ég segi þetta. Sú breyting sem orðið hefur á samskiptum manna á síðustu árun er svo gagntæk að ekki er hægt að vanmeta hana.
Þetta er orðið nóg. Ég er líka svo lengi að skrifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2024 | 17:29
3228 - Lífið er samskipti II
Ég held að komandi kosningar hér á Íslandi komi til með að snúast fyrst og fremst um flóttamenn og hælisleitendur. Þar greinir öfgahægrið og villta vinstrið harkalega á um leiðir. Skynsamt fólk tekur sér að sjálfsögðu stöðu á milli þessara öfga.
Hvað kosningarnar í Bandaríkjunum snertir held ég og vona að Harris sigri. Flestir sem vit ættu þó að hafa á þessu virðast samt halda að Trump vinni.
Upp, upp. Uppá fjall. Uppá fjallsins brún.
Niður, niður, niður, niður. Alveg niðrá tún.
Þetta er nú ekki merkilegur samsetningur, en hefur samt sinn sjarma. Ekki veit ég hver setti þetta saman fyrst enda skiptir það litlu máli.
Fyrir nokkru hafði ég sem fyrirsögn á bloggi lífið er samskipti. Ég hef ekki breytt neitt um skoðun að þessu leyti og er þeirrar skoðunar að yfirburðir mannsins yfir öðrum dýrum stafi fyrst og fremst af því að mennirnir hafi fjölbreytt og margskonar samskipti, en dýrin hafi fábrotin og einföld samskipti. Um þetta má margt segja og hyggst ég gera það á næstunni.
Hættur að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)