3221 - Trump

Þegar þetta er skrifað, allsnemma á miðvikudagsmorgni, bendir flest til þess að Trump hafi sigrað í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Evrópubúar hefðu sennilega viljað annan forseta og pressan (sú alþjóðlega) var alfarið á móti honum. NATÓ-sinnar einnig. Ég held að heimsbyggðin hafi ekki eins miklar áhyggjur af kjöri hans núna eins og í fyrra skiptið.

IMG 3202Einhver mynd.


3230 - Hættulegt

Já, lífið er lotterí og ég tek þátt í því. Þannig er það bara og þannig verður það. Samt er það svo að lífið er samskipti, ég fer ekki ofan af því, enda óþarfi. Margt má um samskiptin segja og verður eflaust sagt. Sumir vilja kenna samfélagsmiðlunum um allt sem aflaga fer. Það held ég að sé ekki sanngjarnt. Samt er það svo að óþarfi er að láta krakkana vaða uppi með símana á lofti. Að mörgu leyti eru þeir verkfæri djöfulsins. Og þeir eru upphaf þeirrar lausungar sem viðgengst í skólastarfi. Ekki er einsýnt hvar eigi að draga mörkin verði þeir bannaðir.

Ekki er samt nóg að banna símana, heldur þarf að fá fólk til að gjalda varhug við að fara almennt eftir því sem fésbók boðar. Margt er þar vafasamt í meira lagi. Einkum er hættulegt að taka fólk alvarlega þar. Flestir eru á fésbók eins og þeir vilja vera en ekki eins og þeir eru.

Ef nota þarf símana í skólastarfi ætti að vera hægðarleikur að fá ódýra síma til þess.

Reyndar eru símar yfirleitt ekki notaðir í skólastarfi, heldur tölvur. Þær er auðvelt að fá með góðum afslætti, notaðar ef ekki vill betur.

Þetta er ég mestallt búinn að skrifa með tveggja putta aðferðinni því árans koveitið rændi mig fingrasetingunni. Kannski æfi ég mig á henni seinna meir. Sjáum til. Nú nenni ég ekki að hafa þetta lengra og er þessvegna hættur.

IMG 3233Einhver mynd.


3229 - Paradís

Hvað er það sem úti frýs
fyrir utan Paradís?
Það eru bæði maðkar og mýs
mannskítur og færilýs.

Þessi vísa er gamall húsgangur eins og allir hljóta að sjá.

Ég er enn þeirrar skoðunar að lífið sjálft sé undir samskiptum hverskonar komið. Það sé langmikilvægast fyrir yfirburði þá sem mannkynið hefur framyfir dýrin. Að láta þessa yfirburði í hendurnar á vélum eða tölvum er hægt að segja að séu stærstu mistök sem mannkynið hefur gert. Með samskiptum á ég við hverskonar samskipti sem hægt er að hugsa sér. Þau geta verið góð eða slæm, við mannverur eða dýr o.s.frv,

Sennilega er ég m.a. að tala um fésbók og aðra samfélagsmiðla þegar ég segi þetta. Sú breyting sem orðið hefur á samskiptum manna á síðustu árun er svo gagntæk að ekki er hægt að vanmeta hana.

Þetta er orðið nóg. Ég er líka svo lengi að skrifa.

IMG 3140Einhver mynd.


3228 - Lífið er samskipti II

Ég held að komandi kosningar hér á Íslandi komi til með að snúast fyrst og fremst um flóttamenn og hælisleitendur. Þar greinir öfgahægrið og villta vinstrið harkalega á um leiðir. Skynsamt fólk tekur sér að sjálfsögðu stöðu á milli þessara öfga.

Hvað kosningarnar í Bandaríkjunum snertir held ég og vona að Harris sigri. Flestir sem vit ættu þó að hafa á þessu virðast samt halda að Trump vinni.

Upp, upp. Uppá fjall. Uppá fjallsins brún.
Niður, niður, niður, niður. Alveg niðrá tún.

Þetta er nú ekki merkilegur samsetningur, en hefur samt sinn sjarma. Ekki veit ég hver setti þetta saman fyrst enda skiptir það litlu máli.

Fyrir nokkru hafði ég sem fyrirsögn á bloggi „lífið er samskipti“. Ég hef ekki breytt neitt um skoðun að þessu leyti og er þeirrar skoðunar að yfirburðir mannsins yfir öðrum dýrum stafi fyrst og fremst af því að mennirnir hafi fjölbreytt og margskonar samskipti, en dýrin hafi fábrotin og einföld samskipti. Um þetta má margt segja og hyggst ég gera það á næstunni.

Hættur að sinni.

IMG 3214Einhver mynd.


3227 - 50-listinn

Nú er ég kominn útaf 50-listanum á Moggablogginu og við svo búið má ekki standa. Þessvegna skrifa ég núna. Nú eru að nálgast kosningar, en ég hef ekki í hyggju að predika neitt af því tilefni. Enda býst ég ekki við að ég hafi nein áhrif sem slíkur.

Það eru bráðum tvö ár síðan ég útskrifaðist af sjúkrahúsi eftir að hafa glímt nokkuð lengi við kóvídskrattann og fjarri fer því að ég hafi jafnað mig á þeirri pest. Get heldur ekki farið framá mikið þar sem ég er kominn yfir áttrætt. Samt finnst mér margir tala og skrifa af mikilli léttúð um vágest þennan. Ég er að reyna að æfa mig í fingrasetningu með því að blogga, en fínhreyfingum í fingrunum glataði ég ásamt mörgu öðru í kóveitinu.

Þó ég gæti eflaust skrifað í allan dag um eigin veikindi og aumingjaskap læt ég þetta duga og reyni að skrifa um eitthvað þarflegra.

Margt er mannanna bölið
og misjafnt drukkið ölið.

Var ort einu sinni í fyrndinni í svokölluðu heimsósómakvæði. Slíkur kveðskapur tíðkast ekki nú til dags og skemmta menn sér við annað núorðið. Viss líkindi má þó draga með einni tegund söngs sem nú tíðkast. Ég fer ekki nánar útí slíkt, til þess skortir mig þekkingu og allt annað.

Stjórnmál ræði ég ekki. Þar er hver höndin upp á móti annarri og menn almennt stórorðir.

Kannski er þetta nóg æfing að sinni og hver veir nema ég láti þetta duga.

IMG 3222Einhver mynd. 


3226 - Bloggað oftar

Kannski ég fari að athuga með að blogga oftar. Það ætti að vera vandalaust. Þarf bara að æfa mig og hver veit nema ég fari að blogga eins og áður. Semsagt daglega eða uppundir það. Þarf sennilega að venja mig við að ég hugsa hægt, svo vel getur verið að það henti mér ágætlega að vélrita hægt líka. Svo væri líka upplagt að spara ekki puktana og hafa margar málsgreinar.

Allt er þetta til athugunar. Ég held að ég sé kominn á 50-listann og þar ætla ég að reyna að vera. Þó held ég að Mogggabloggurum sé að fjölga.

Til þess að halda kyrru fyrir á nefndum lista þarf ég að blogga oftar en mánaðarlega og ég hef í huga að gera það.

Í pólitík hugsa ég mikið í hægri og vinstri. Flokkarnir sem nú eru á þingi vilja fyrir hvern mun ekki fá nýja flokka þangað og m.a. þess vegna eru þeir sammála þingrofi.

Fróðlegt verður að vita hvað Arnar Þór fyrrverandi forsetaframbjóðandi gerir. Kannski kýs ég hann. Gömlu flokkarnir virðast flestir vera á leið til hægri. Kannski þjóðfélagið allt.

Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvort margir flokkar detta útaf þingi í næstu kosningum. Ég held að a.m.k. einn muni gera það. Kannski fleiri.

Þetta er að verða nóg. Hættur að sinni.

IMG 3205Einhver mynd.


3225 - Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk

Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk
og undirdjúp að skyri
Fjöll og hálsar flot og tólg
Frón að kúasmjöri.

Uppfyllist óskin mín
öll vötn í brennivín
Holland að heitum graut
Helvíti gamalt naut
og Grikkland að grárri meri.

 

Þetta þarf að fara með, með hæfilegri flámæli, því verið að gera grín að því fyrirbæri með þessu. Þannig eiga að ríma saman mjólk og tólg og einnig skyri, smjöri og meri.

Ekki veit ég um höfundinn eða aðrar upplýsingar um samsetning þennan, en mér finnst þetta fyndið.

IMG 3242Einhver mynd.


3224 - Gervigreind

Svokallaða gervigreind er lítið að marka, finnst mér. Gerði það að gamni mínu að spyrja um framhald vísunnar alkunnu, sem byrjar svona: Komdu kisa mín kló er falleg þín og grátt þitt gamla trýn,

Fyrst sagði Ai að þetta væri eftir Jóhannes úr Kötlum og þvældi eitthvað um það. Svo að Þetta væri eftir Davíð Stefánsson. Hvorttveggja er tóm vitleysa. Gúgli var þó með tilvitnuna rétta, en ekki höfundinn. Ég gafst upp. Hef áður prófað Ai og fengið ruglsvör. Þykir lítið til koma.

Ég er á móti Trump. Bandaríkjamenn eru ágætir samt. Kannski eru það einkum blaðamenn og ritstjórar sem valda þessari óvild minni í hans garð. Mér finnst hann óttalegur vitleysingur.

Vísan minnir mig að sé svona:

Komdu kisa mín
kló er falleg þín
og grátt þitt gamla trýn.

Mikið malar þú
mér það líkar nú.
Víst ertu vænsta hjú

Banar margri mús
mitt svo verndar hús.
Ekki er í þér lús.
Oft þú spilar brús.

Undrasniðug létt og liðug
leikur bæði snör og fús.
Við skulum drekka dús.

Vísan held ég að sé svo gömul (vistarband) að allir hafi verið húsbændur eða hjú og engin neikvæð merking í að vera hjú. Vel getur verið að um sé að ræða afbökun í vísunni hjá mér eða að vanti inní. Þessvegna gerði ég þetta.

IMG 3213Einhver mynd.


3223 - Hátt hreykir heimskur sér

Hátt hreykir heimskur sér.
IMG 3134Heimskari sá fyrir neðan er.

Verður þegar vitið fer
vitlaus sýnist mér og þér.

Fyrripartur þessarar vísu er reyndar gamall húsgangur en ég prjónaði aftan við hann. Mig minnir að ég hafi einhverntíma haft á orði að ég hefði í hyggju að skrifa hér á bloggið ef mér yrði það á að yrkja vísukorn eða stunda prjónaskap af þessu tagi að setja það þá hér. Það er ekki vitlausara en hvað annað. En nóg um það.

Ég ætlaði að skrifa um allt annað hér.

Viðurkenni að septemberinnnleggið hjá mér var ansi þunnt. Kannski bæti ég úr því fljótlega.

Á stefnuskránni hjá mér er að fara að blogga vikulega. Kannski tekst það hjá mér. Hver veit.

Einhver mynd.


3222 - Trump étur ketti

Trump étur ketti.

Þetta þarf ekki að rökstyðja.

Það vita allir.

Og hinn líka.

IMG 3208Einhver mynd.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband