Bloggfærslur mánaðarins, maí 2025

3249 - Trump forseti

Um daginn fór ég einn og sjálfur út í búð og það er slíkur sigur að ekki verður með orlum lýst.

En nóg um það. Tölum um eitthvað annað.

Mér virðist Trump vera að missa tökin á tilverunni. Kannski verður honum hjálpað á fætur aftur, hver veit. Minni spámenn hafa fengið hjálp til að komast á fætur.

Eins og sjá má er mér umhugað umTrump. Finnst hann líka ekki nærri eins hættulegur núna og áður var. Sennilega er hann líka búinn að læra meira og betur á kerfið og tekur til baka mestu vitleysurnar nú um stundir. Þó er hann hægri sinnaður mjög. Skil ekki hvers vegna Bandaríkjamenn kjósa þennan afglapa fyrir foseta aftur og aftur.

IMG 3131Einhver mynd. 

 


3248 - Trump æsingaseggur og einangrunarsinni

Þó ég álíti mig talsvert vinstri sinnaðan, finnst mér ekki að allt hið illa sé hjá öfga-hægrinu og allt hið góða hjá góða fólkinu, eða villta vinstrinu. Allt er blanda af öllu.

Segja má að þeir sem bestir eru í báðum herbúðum ættu að sameinast um að horfa öðru hvoru á málin frá sjónarmiði andstæðingsins. Þá mundu deilurnar ekki verða eins hatrammar og annars. En hvað á að gera ef valdamesti maður heims reynir allt sem hann getur til að æsa menn upp? Ég efast ekki um að Trump gengur gott eitt til, en aðferðir hans eru eins rangar og þær geta verið.

Ég ætla ekki að fjölyrða mikið um þetta, en það er augljóst að þó sumir séu honum sammála um sumt eru fáir, utan hans innsta hrings, sem segjast vera honum sammála um allt sem hann segir. Skárra væri það nú. Ég efast um að hann komi fram nema hluta þess sem hann segist ætla að gera.

Einsog fyrri daginn er Trump mér hugleikinn, svo best er að hætta sem fyrst.

IMG 3053Einhver mynd.

 


3247 - Páll Vilhjálmsson

Kannski er ég að koma til. A.m.k. finnst mér ekkert langt síðan ég bloggaði síðast.

Hver veit nema nú komist regla á bloggskrifin hjá mér. Einu sinni  bloggaði ég daglega, geri ekki ráð fyrir að sú regla verði tekin upp aftur. Sennilega er ég ekki einu sinni fær um það.

Trump er alltaf til vandræða. Nú bætist það við að hann er orðinn óvinsæll í Bandaríkjunum, og er þá mikið sagt.

Annars er það svo, að þó öfga-hægrimenn einsog Páll Vilhjálmsson haldi því fram að gagnrýni á Ísraelsmenn útaf Gazastríðinu stafi af Gyðingahatri, þá er allsekkkert sem bendir til að svo sé.

 Já, ég sagði að ég og margir fleiri (kannski flestir) álíti Palla öfga-hægrimann. Samt er hann mjög vinsæll hér á Moggablogginu og kannski er það engin furða. A.m.k. styður hann Putin bæði leynt og ljóst. Öllum er þó ljóst að hann (þ.e. Putin) er árásaraðilinn.

Hættur í bili.

IMG 2973Einhver mynd.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband