Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2025

3245 - Bit-coin

Þetta er líklega aprílinnleggið mitt.

Líklega var ég eitthvað að hallmæla bit-coin í síðasta bloggi. Það held ég að hafi verið vegna þess m.a. að eftir allar þær tilfæringar (sem ég hef engan skilning á) sem fram fara á svonefndum gagnaverum, sé illmögulegt eða ómögulegt að rekja uppruna færslanna og þannig komi þær glæpamönnum og hvers kyns vafagemlingum til góða, auk annarra.

Ég er alls ekki búinn að ná mér eftir kóveitið í lok árs 2022 og þessvegna brá mér heil ósköp þegar mér var tilkynnt um daginn að ég væri með kóveit-19, en það er víst næsta meinlaust orðið.

IMG 3031Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband