Bloggfærslur mánaðarins, mars 2025

3244 - Raf-Eitthvað

Sennilega er hægri bylgja í heiminum núna. Samt er ég vinstri sinnnaður, og skammast mín ekkert fyrir það. Auðvelda leiðin er að vera hægri sinnaður. Hægri-sinnar virðast hafa Trump í liði með sér nú um stundir og flestir eru skíthræddir við hann. Ég er það ekki enda býst ég ekki við að hann geti gert mér nokkuð. Eða nenni því.

Hvað er crypto-currency? (eins og til dæmis bit-coin)

Fyrir mér er það fremur gegnsætt pýramítasvindl.

Svindlarar eins og Musk og Trump hugsa ekki þannig. Þarna eru peningar og völd sem hægt er að nýta sér, og þá skal það gert. Þannig hugsa þeir.

Held reyndar að Bandríkjamenn fái bráðlega leið á Trump og hann verði settur af.

Annaðhvort það eða það verður borgarastyrjöld í USA.

IMG 0967Einhver mynd.

 


3243 - Um mig

Ekki virðist það ætla að ganga. Ég meina regluleg blogg.

Ekkert kemur víst af sjálfu sér.

Veit ekki hvað ég á að skrifa um. Best að ég skrifi sem mest um sjálfan mig. Í því efni ættti ég að vera sérfræðingur. Aðrir hafa ekki áhuga. Hef mikið verið að horfa á „youtube“ að undanförnu. Mest á rússneskt og kínverskt efni. Matarefni allskonar líka. Samt er ég lélegur kokkur.

Um að gera að skrifa ekki mikið til að byrja með. Þegar mér fer fram með fingrasetningu o.þ.h. lagast það vonandi. Ekki ætla ég þó að skrifa pólitíska langhunda.

Er vongóður um að mér leggist eitthvð til.

Hættur í bili.

IMG 1032Einhver mynd.


3242 - Tími til kominn

Ef ég á einhverntíma að fara að blogga reglulega aftur, eins og mig dreymir raunverulega um, er tími til kominn að hefjast handa. Ekki get ég beðið eftir því að fingrasetningin komi af sjálfu sér.

Ég hef ignórerað bæði póstinn og fésbókina að undanförnu og það gengur ekki. Ef ég á að rífa mig upp úr þessum aumingjaskap, verð ég að gera það sjálfur. Get ekki treyst á aðra.

Kannski verður þetta innlegg til þess að ég taki við mér. Það er engin sérstök ástæða fyrir þessum ósköpum, eins og mánaðarlegt blogg til dæmis, að þessu sinni.

Ætli þetta sé ekki nóg núna. Ég hef margt að skrifa um. Kannski ég skrifi mest um sjálfan mig framvegis. Aðrir gera það ekki.

IMG 2946Einhver mynd.


3241 - Heimsmálin og fleira

Já, ég veit vel að það er stefna flestra sveitarfélaga að gamalt fólk sé heima hjá sér eins lengi og kostur er. Samt er það svo að þröskuldar og hvers kyns mishæðir, hurðarpumpur,  rok og þessháttar er oft hindrun á vissan hátt.

Þegar maður er kominn á minn aldur (ég verð 83 ára næsta haust) sættir maður sig yfirleitt við það sem maður hefur og gerir sjaldan kröfu um meira, en öll breyting verður fyrirkvíðanleg.

Trump var af nægilega mörgum Bandaríkjamönnum álitinn skárri kostur en Kamala Harris. Hugsanlegt er að tugir þúsunda Demókrata hefðu leikið sér að því að sigra Trump, en á það reyndi aldrei.

Ég skildi aldrei hversvegna Demókratar kusu ruglað gamalmenni til að fara í forsetaframboð fyrir sig á síðasta ári, satt að segja. Þegar Biden þóttist vera að hlaupa var það beinlínis hlægilegt og brjóstumkennanlegt.

Trump stefnir á einangrun að mínu viti, og vel getur verið að honum takist það. Þá er ég hræddur um að Kínverjar muni sigla framúr Bandaríkjamönnum á flestum sviðum fyrr en ella.

Hættur.

IMG 2969Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband