Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2024

3221 - Lífið er samskipti

Lífið er samskipti.

Þessi samskipti eru á tímum snjallsíma, internets og gervigreindar sífellt að verða grynnri og grynnri.

Hvar endar þetta?

Hvað gagnar það mér að geta í gegnum samfélagamiðla haft samband við alla í veröldinni og er líklegt að þeir hafi einhvern áhuga fyrir því sem ég segi og skrifa?

Taka tölvurnar völdin?

Margir óttast það. Sumir flýja í tæknina og finnst völdum sínum ekki ógnað með því, en gera sér e.t.v. ekki grein fyrir því að þeim er stjórnað af voldugum tæknifyrirtækjum. Aðrir virðast halda að lausnina sé að finna í íþróttum, vímuefnum, skemmtunum, heilbrigðismálum, stjórnmálum, andstöðu við ríkjandi stjórnvöld o.s.frv. og stjórnast af auglýsingum og öðru þessháttar.

Lausnina er eflaust að finna í einhverju af þessu fyrir marga. En trúmálin skipa áreiðanlega sinn sess hjá ýmsum. Einkum hvað tekur við eftir líkamsdauðann. Einhvers konar tilvera að honum loknum virðist vera ofarlega á blaði hjá mörgum.

Flestir vilja valda sem minnstum skaða hjá öðrum og einkum sínum nánustu. Þar stendur hnífurinn í kúnni, því hvernig á að fara að því. Eins og heimurinn er í dag er það erfitt. Sjálfstæði þjóða og þjóðarbrota kemur í veg fyrir það. Andstaða við alheimsstjórnun yrði eflaust mikil.

Heimspekin á kannski einhver svör við þessu. Ekki ég.

IMG 3246Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband