Bloggfærslur mánaðarins, maí 2024

3211 - Forsetakosningar

3211 – Forsetakosningar

Ætli maður að skrifa á hverjum degi er eins gott að hafa eitthvað að segja.

Ekkert er eins leiðinlegt og sjúkrasögur, nema ef vera skyldi umferðasögur.

Hundleiðinlegt er líka að skrifa langhunda um það sama á hverjum degi.

Svo má líka nota tímann til að lesa eitthvar uppbyggilegt. Nóg er af því á Netinu. Fréttir eru það ekki nærri alltaf. Þ.e.a.s. uppbyggilegar. Stundum eru þær leiðinlegar líka. T.d. stríðssögur og frásagnir af allskyns óáran. Oftast skemmtlegar samt. Gott að fylgjast með.

Enn á ný er ég að hugsa um að blogga reglulega. Veit samt ekki almennilega hvernig ég á að fara að því.

Seinna.

Enn á ný fara forsetakosningar í hönd. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvernig ég kýs, en hallast að því að ég kjósi annaðhvort Höllu Hrund eða Baldur. Ekki býst ég við að ég kjósi Katrínu, því mér finnst að ekki eigi að vera hægt að stökkva svona á milli valdamestu embætta landsins.

Ekki er fingrasetningin alveg komin í lag hjá mér. Eiginlega bara allsekki. Þar að auki finnst mér lyklaborðið ansi lítið. Kannski er þetta alveg nóg og líklega er best að hætta hér. Sennilega gefur fyrirsögnin ranga mynd af því sem hér stendur hérna.

IMG 3426Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband