Bloggfærslur mánaðarins, október 2024
17.10.2024 | 23:28
3226 - Bloggað oftar
Kannski ég fari að athuga með að blogga oftar. Það ætti að vera vandalaust. Þarf bara að æfa mig og hver veit nema ég fari að blogga eins og áður. Semsagt daglega eða uppundir það. Þarf sennilega að venja mig við að ég hugsa hægt, svo vel getur verið að það henti mér ágætlega að vélrita hægt líka. Svo væri líka upplagt að spara ekki puktana og hafa margar málsgreinar.
Allt er þetta til athugunar. Ég held að ég sé kominn á 50-listann og þar ætla ég að reyna að vera. Þó held ég að Mogggabloggurum sé að fjölga.
Til þess að halda kyrru fyrir á nefndum lista þarf ég að blogga oftar en mánaðarlega og ég hef í huga að gera það.
Í pólitík hugsa ég mikið í hægri og vinstri. Flokkarnir sem nú eru á þingi vilja fyrir hvern mun ekki fá nýja flokka þangað og m.a. þess vegna eru þeir sammála þingrofi.
Fróðlegt verður að vita hvað Arnar Þór fyrrverandi forsetaframbjóðandi gerir. Kannski kýs ég hann. Gömlu flokkarnir virðast flestir vera á leið til hægri. Kannski þjóðfélagið allt.
Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvort margir flokkar detta útaf þingi í næstu kosningum. Ég held að a.m.k. einn muni gera það. Kannski fleiri.
Þetta er að verða nóg. Hættur að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2024 | 13:30
3225 - Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk
Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk
og undirdjúp að skyri
Fjöll og hálsar flot og tólg
Frón að kúasmjöri.
Uppfyllist óskin mín
öll vötn í brennivín
Holland að heitum graut
Helvíti gamalt naut
og Grikkland að grárri meri.
Þetta þarf að fara með, með hæfilegri flámæli, því verið að gera grín að því fyrirbæri með þessu. Þannig eiga að ríma saman mjólk og tólg og einnig skyri, smjöri og meri.
Ekki veit ég um höfundinn eða aðrar upplýsingar um samsetning þennan, en mér finnst þetta fyndið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2024 | 22:50
3224 - Gervigreind
Svokallaða gervigreind er lítið að marka, finnst mér. Gerði það að gamni mínu að spyrja um framhald vísunnar alkunnu, sem byrjar svona: Komdu kisa mín kló er falleg þín og grátt þitt gamla trýn,
Fyrst sagði Ai að þetta væri eftir Jóhannes úr Kötlum og þvældi eitthvað um það. Svo að Þetta væri eftir Davíð Stefánsson. Hvorttveggja er tóm vitleysa. Gúgli var þó með tilvitnuna rétta, en ekki höfundinn. Ég gafst upp. Hef áður prófað Ai og fengið ruglsvör. Þykir lítið til koma.
Ég er á móti Trump. Bandaríkjamenn eru ágætir samt. Kannski eru það einkum blaðamenn og ritstjórar sem valda þessari óvild minni í hans garð. Mér finnst hann óttalegur vitleysingur.
Vísan minnir mig að sé svona:
Komdu kisa mín
kló er falleg þín
og grátt þitt gamla trýn.
Mikið malar þú
mér það líkar nú.
Víst ertu vænsta hjú
Banar margri mús
mitt svo verndar hús.
Ekki er í þér lús.
Oft þú spilar brús.
Undrasniðug létt og liðug
leikur bæði snör og fús.
Við skulum drekka dús.
Vísan held ég að sé svo gömul (vistarband) að allir hafi verið húsbændur eða hjú og engin neikvæð merking í að vera hjú. Vel getur verið að um sé að ræða afbökun í vísunni hjá mér eða að vanti inní. Þessvegna gerði ég þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2024 | 00:00
3223 - Hátt hreykir heimskur sér
Hátt hreykir heimskur sér.
Heimskari sá fyrir neðan er.
Verður þegar vitið fer
vitlaus sýnist mér og þér.
Fyrripartur þessarar vísu er reyndar gamall húsgangur en ég prjónaði aftan við hann. Mig minnir að ég hafi einhverntíma haft á orði að ég hefði í hyggju að skrifa hér á bloggið ef mér yrði það á að yrkja vísukorn eða stunda prjónaskap af þessu tagi að setja það þá hér. Það er ekki vitlausara en hvað annað. En nóg um það.
Ég ætlaði að skrifa um allt annað hér.
Viðurkenni að septemberinnnleggið hjá mér var ansi þunnt. Kannski bæti ég úr því fljótlega.
Á stefnuskránni hjá mér er að fara að blogga vikulega. Kannski tekst það hjá mér. Hver veit.
Einhver mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)