Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024

3186 - Byrjað að nýju

3186 – Byrjað að nýju

Mér leiðist pólitík, enda er hún, umfram flest annað, sérlega vel til þess fallin að skapa óánægju og úlfúð meðal fólks. Sennilega er ég samt talinn vinstrisinnaður og sjálfur vil ég helst vera talinn það.

Annars ætti maður ekki að þurfa að biðjast afsökunar á því. Allt er samt pólitík ef útí það er farið.

Mest gaman hef ég af því að tilfæra og setja hér í bloggið gamlar vísur og ýmislegt þess háttar.

Einhverntíma ætlaði ég að blogga á þessa leið, en ekkert varð úr því.

Nú er komið nýtt ár og tími til að endurvekja bloggið mitt. Samt ætti ég ekki að hafa þetta of langt því ég er ekki fyllilega búinn af jafna mig eftir veikindin fyrir ári síðan. T.d. vélrita ég óttalega hægt núna, en það stendur væntanlega til bóta.

Er meira að segja að hugsa um að hafa þetta ekki lengra. Byrja frekar á næsta bloggi.   

IMG 3578Einhver mynd.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband