Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2022

3151 - Ukraina og kettir

Þessar sífelldu kjarnorkuhótanir hjá Putín eru með öllu óþolandi. Ég get ómögulega skilið að Vesturveldin þurfi að taka mark á þeim. Þeim ætti að vera í lófa lagið að ljúka Ukrainustríðinu á stuttum tíma. Putin og hirð hans mun aldrei dirfast að gera alvöru úr þessum hótunum. Verði um að ræða kjarnorkusprengur með litla geislavirkni munu Rússar tapa mest sjálfir. Sama er að segja um ICBM-sprengjur þar mundu þeir fara sjálfir verst útúr öllu saman.

Ef dæma skal eftir því sem vestrænir fjölmiðlar segja mun fljótlega draga til mikilla tíðinda í þessu stríði og hættan á því að Putin noti kjarnorku aukast verulega. Ukrainumenn mega varla vinna eigi ekki að auka kjarnorkuhættuna. Hinn möguleikinn er sá að Putin sigri og þá mun þessi hótun verða mikið notuð.

Þannig verður víst nóvember innleggið mitt (enda er hann að verða búinn). Man ekki hve margir dagar eru síðan ég skrifaði þetta.

Kettlingurinn er ennþá hjá okkur og er ekki smákettlingur lengur heldur næstum fullvaxin læða. Við erum búin að fara með hana í viðeigandi aðgerð. Gekk þó illa að finna dýraspítalann. Inni eða útiköttur, það er spurningin.

 

Komdu kisa mín, kló er falleg þín
og grátt þitt gamla trýn.

Mikið malar þú, mér það líkar nú,
víst ertu vænsta hjú.

Banar margri mús, mitt svo verndar hús.
Ekki er í þér lús. Oft þú spilar brús.

Ofursniðug, létt og liðug,
leikur bæði snör og fús.
Við skulum drekka dús.

 

Já, við erum svo forn í skapi að þetta er það sem hún heyrir oftast af þessu tagi. Hvernig er það annars, eru engir að yrkja um ketti núorðið?

Jæja læt þessu lokið, að sinni. Kannski fer ég bráðlega að skrifa meira.

IMG 3868Einhver mynd.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband