Bloggfćrslur mánađarins, maí 2019
27.5.2019 | 16:20
2855 - Málţófiđ mikla
2855 Málţófiđ mikla
Nei, ég er ekki dauđur ennţá og ekki heldur hćttur ađ blogga. Skođarir mínar á fésbókinni og blogginu hafa lítiđ breyst. Hinsvegar hef ég veriđ í hálfsmánađarfríi á Ítalíu, nánar tiltekiđ í Toscany-hérađi lengst uppi í sveit. Ţó ég hafi haft dágott internetsamband og getađ horft á sjónvarp ţegar mér sýndist áleit ég mig vera í fríi frá hverskyns bloggskrifum fréttum og ţessháttar.
Svolítiđ hef ég heyrt af fréttum frá Íslandi og horfđi meira á söngvakeppnina en ég er vanur. Ţegar ég kom svo heim seint síđastliđiđ laugardagskvöld varđ ég fljótt var viđ ađ um fátt er meira rćtt en orkupakka númer 3 og Hatara sem tóku ţátt í söngvakeppninni.
Enn virđast ţeir miđflokksmenn hafa lag á ţví ađ koma sér í fréttirnar. Ţó ég sé á móti orkupakkanum finnst mér kannski óţarfi ađ láta svona. Ef alţingi hefur í sínum óendanlega vísdómi ákveđiđ ađ málţóf sé viđurkennd ađferđ hvers vegna mega ţá ekki miđflokksmenn nota sér ţetta vopn eins og ađrir? Ţó mistekist hafi ađ koma ţeim útaf ţingi er ekki sjálfsagt ađ vera međmćltur orkupakkanum ţessvegna.
Svipađ er ađ segja um Hatara. Ţó ţeim hafi mistekist ađ sigra í söngvakeppninni er ekki ţar međ sagt ađ ţeir séu lélegir. Mér finnst ţeir harla góđir ţó sumir segi ađ ekki megi styggja Ísraela. Annars held ég ađ flestir Evrópubúar séu fyrir löngu orđnir hundleiđir á ţessari söngvakeppni. Mér finnst hún ađallega vera fyrir algera sjónvarpssjúklinga.
Ţegar ég á sínum tíma stjórnađi kapalkerfinu í Borgarnesi rétt eftir 1980 var ein vinsćlasta spólan ţar upptaka á svokölluđum Skonrokksţáttum. (Tommi og Jenni undanskildir) Ţar var um ađ rćđa safn af tónlistarmyndböndum. Eina stöđ fann ég úti á Ítalíu á einhverjum gervihnettinum sem útvarpađi eingöngu gömlum tónlistarmyndböndum. Ţau voru mun skárri en söngvakeppnin og satt ađ segja sú stöđ sem ég horfđi langmest á ţessa Ítalíudaga mína. Engin myndbönd sem leikin voru á ţessari stöđ voru samt eins gömul og Skonrokksţćttirnir, ţó flest ţeirra hafi veriđ frá ţví fyrir síđustu aldamót.
Ađ viđ skulum hafa látiđ alţingi hafa öll ţessi völd er óskiljanlegt. Auđvitađ ţarf stjórnarandstađan ađ hafa einhverja ađkomu ađ völdum í ţjóđfélaginu. Hinsvegar á ţađ ekki ađ skipta máli hvađa flokkur beitir ţví vopni sem málţófiđ vissulega er. Hvort ekki er hćgt ađ sniđa ţennan agnúa af ţingstörfunum er verkefni sem ríkisstjórnin í samstarfi viđ meirihlutann á alţingi sem stuđst er viđ ţyrfti ađ athuga mjög vandlega. Ţetta ástand er vissulega til skammar. Ríkisstjórnin virđist halda ađ hún auki styrk sinn í réttu hlutfalli viđ minnkandi traust almennings á ţinginu og starfsemi ţess.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
2.5.2019 | 16:07
2854 - Maduro, Barr og Pompeo
Dómsmálaráđherrann í stjórn Trumps bandaríkjaforseta neitar ađ mćta í yfirheyrslu hjá fulltrúadeild ţingsins. Ég er ekki ađ segja ađ ţetta sé merki um mikiđ ósamkomulag milli ţings og ríkisstjórnar í USA. Ţađ gćti ţó leitt til stjórnlagaţrćtu ţar í landi. Sömuleiđis er ekki hćgt ađ horfa međ öllu framhjá hótunum utanríkisráđherra sama ríkis um ađ fara međ hernađi gegn Venezúelabúum ef fyrirskipunum er ekki hlýtt. Hugsanlegt og jafnvel líklegt er ađ um allt ţetta verđi samiđ. Vonum ţađ a.m.k.
Annars hefur dregist úr hömlu ađ koma Maduro Venezúelaforseta frá völdum. Viđ Íslendingar höfum lagt okkar lóđ á ţćr metaskálar og ekki er hćgt ađ horfa framhjá ţví ađ ríkisstjórninni ţar hafa veriđ ákaflega mislagđar hendur viđ stjórnun ríkisins.
Ţó ég sé langt frá ţví ađ vera einhver sérfrćđingur í heimsmálum fer ekki hjá ţví ađ ég velti slíkum málum fyrir mér. Ađ mestu er ég sammála Hjalmtý Heiđdal um ađ rétta ráđiđ hefđi veriđ fyrir Hatara ađ hunsa Sönglagakeppnina međ öllu ađ ţessu sinni. Sérstaklega ef tekist hefđi ađ fá fleiri ţjóđir međ til ţess. Alţjóđleg hunsun hefur hingađ til gefist nokkuđ vel. Sú leiđ var ekki valin og ţví er ţýđingarlaust ađ velta ţví fyrir sér. Reiknum bara međ og vonumst eftir ađ Hatarar standi sig vel.
Ef ég á ađ bollaleggja um heimsmálin áfram fer ekki hjá ţví ađ ég stađnćmist viđ Assange. Ţó hann hafi veriđ sakfelldur allharkalega fyrir ađ hafa komiđ sér hjá ţví ađ mćta fyrir rétti í Bretlandi er ţar annađ mál gegn honum sem úrskurđur fellur víst í mjög fljótlega og skiptir meira máli. Ţađ er framsalskrafa bandaríkjamanna. Ég held satt ađ segja ađ hann verđi ekki framseldur. Hann er álíka úreltur og núverandi bandaríkjastjórn.
Einu dómsmáli enn bíđ ég eftir ađ ljúki. Ţađ er krafa ALC varđandi WOW-flugvélina. Held ađ bandaríkska fyrirtćkiđ hafi gert mistök í ţví ađ hóta Íslendingum og ađ dćmt verđi Isavia í vil í ţví máli. Ţó dregur ţađ hugsanlega úr slíkum líkum ađ forstjórinn er nýbúinn ađ segja af sér.
Svo er Íslandsmeistaratitillinn í körfubolta í veđi í kvöld. Ég vona svo sannarlega ađ ÍR-ingar vinni. KR-ingar eru nćstum ţví eins óţolandi og Valsarar.
Ýmislegt fleira ćtlađi ég mér ađ minnast á, en sennilega bíđur ţađ bara betri tíma.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)