Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
30.9.2015 | 13:16
2367 - Páfinn yfir Íslandi
Sé það á Eyjunni hjá Agli Helga að ráðherraræflarnir sitja enn við gömlu hurðina hjá Bessastaðabóndanum. Að þeir skuli láta bjóða sér þetta. Jafnvel verstu umrenningar sitja við betri borð og á almennilegum stólum. Samt held ég að þeim veitti ekki af að standa upp og fara að gera eitthvað. Leitun er á klíku sem slugsar eins mikið við vinnu og þessi svokallaða ríkisstjórn. Kannski hefur ÓRG talið þeim trú um að hurðarflakið væri ómetanlegur forngripur og stólarnir líka. Það er samt augljóst sjálfskaparvíti að trúa þeim manni. Hann snýst í sífellu í hringi eins og skopparakringla og segir bara það sem ætlast er til af honum. Baðar kannski svolítið út vængjunum (afsakið, framfótunum meina ég.)
Annars er umræðan um þjóðhöfðingjann oft illskeytt. Man ekki eftir öðru en að Kristján Eldjárn (sá sem jafnan véraði og ossaði sig í bak og fyrir) hafi verið síðasti forsetinn sem sameinaði þjóðina. Ekki gerir ÓRG það. Hann sundrar bara. Líklega er þorri vinstri manna búinn að afskrifa hann fyrir löngu. Hann þekkir samt ekki sinn vitjunartíma. Vigdís var ágætur forseti í rauninni þó hún gerði margar vitleysur og léti karlpungana segja sér fyrir verkum. Það er allsekkert víst að Ólafur Bölvar Og Ragnar Grímsson gefi þann mögleika alveg frá sér að halda áfram fyrr en í þann mund sem framboðsfrestur rennur út. Ber honum nokkur skylda til þess?
Kim Davis, the Kentucky county court clerk who spent five days in jail for refusing to issue marriage licenses to same-sex couples, is reported to have had a private meeting with the pope during his historic US tour.
According to a statement posted on the website of Christian lobby group the Liberty Council, Pope Francis met Davis and her husband, Joe, at the Vaticans Washington DC embassy on Thursday. The statement carries the stamp of the Liberty Councils founder and chairman, Matt Staver, who is acting as Daviss lawyer in her dispute with the court.
The statement, which is based on a report from Inside The Vatican, says that the pope thanked Davis for her courage and told her to stay strong. He then said he would pray for her and presented both her and her husband with a rosary, the Liberty Council claimed.
Davis is then quoted as saying that she was humbled by the experience: I never thought I would meet the pope. Who am I to have this rare opportunity? I am just a county clerk who loves Jesus and desires with all my heart to serve him.
Pope Francis was kind, genuinely caring, and very personable, her statement continued. He even asked me to pray for him. Pope Francis thanked me for my courage and told me to stay strong.
The Vatican has not responded to the reports.
Staver, who founded the Liberty Council in 1989, linked the meeting to the pontiffs comments about conscientious objection, which prompted a flurry of speculation about whether the pope was referring to Davis.
Not only did Pope Francis know of Kim Davis, he personally met with her to express his support, Staver said.
Þetta fann ég í einhverju útlendu blaði og nenni ekki að þýða.
Auðvitað skiptir það samt máli í deilunni um mögulega samviskuneitun presta um að gefa saman samkynja pör. Samt er biskupinn yfir Íslandi enginn páfi og ekki einu sinni katólskur. Varast ber samt að gera þetta að stórmáli meðan það er ekki vandamál hérlendis sem það þó gæti verið í huga sumra samkynhneigðra.
Nú á ég bara engar myndir til að setja hérna með. Býð ekki einu sinni uppá gamlar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2015 | 12:12
2366 - Guðmundur Andri og góða fólkið
Allir sem einhverntíma hafa minnst á bloggið mitt við mig (í kjötheimum eða annarsstaðar) eru samstundis úrskurðaðir fastir lesendur þess af mér. Svo það er eiginlega svolítið varasamt en vonandi ekki hættulegt að gera það því ég hef enga leið til að vita með vissu hverjir þeir eru. Þó væri kannski hægt með töluverðri rannsóknarvinnu að þefa uppi IP-tölurnar. Ekki geri ég það samt en ímynda mér alltaf að ég sé að skrifa fyrir einhverja sem lesa bloggið mitt að staðaldri. Þeir eru ótrúlega margir en samt hef ég ekki hugmynd um hverjir það eru.
Ég er eiginlega kominn útfyrir efnið. Ætlaði sem semsagt að skrifa um góða fólkið (með eða án gæsalappa vonda fólkið verður samt einhversstaðar að vera), en uppgötvaði svo að ég var víst búinn að skrifa um þetta.
Fréttablaðið er endalaus uppspretta hugmynda. Í baksíðupistlinum er beðið um meiri maga og ég er alveg sammála því. Sérstaklega finnst mér gott að unglingsstúlkur sýni mikinn maga (kannski síður stútungskerlingar.) Ég er nefnilega svoddan karlrembusvín. Svoleiðis hugsa þau.
Guðmundur Andri skrifar um góða fólkið sem ekki þarf lengur á gæsalöppum að halda til að vera ekki endilega álitið svo gott. Einnig skrifar hann um verðmyndun á orðum. Einhversstaðar minnir mig að hann hafi lýst því yfir að hann setjist bara niður við tölvuna (eða ritvélina) á sunnudögum og skrifi mánudagspistilinn sinn umhugsunarlaust (eða lítið) (Hmm er ég nú farinn að ofnota svigana?)
Kannski er bara best að hafa innleggin sem flest og styst, en ég er samt dálítið nískur á myndirnar sem ég læt venjulega fylgja. Hef ekki komist uppá lag með þessar endalausu deilingar eins og sumir aðrir.
Þegar maður situr við og skoðar myndir (hjá hinum og þessum) á fésbókarfjáranum fer ekki hjá því að maður sjái eftir því að hafa ekki tekið miklu fleiri myndir um ævina sjálfur. En hvernig í ósköpunum á maður að raða þessu öllu. Það er þrautin þyngsta. Kannski verður einhverntíma hægt að kenna tölvum að þekkja fólk á myndum. Skilst að þær geti nú þegar flokkað myndir eftir almennu útliti. (Hvernig sem það er svo skilgreint.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2015 | 10:52
2365 - Um vonda og góða fólkið
Það er nú það. Sennilega hef ég klikkað á því sem ég vil síst klikka á, en það er að byrja á næsta bloggi eins fljótt og mögulegt er eftir hvert eitt og einasta slíkt. Hvernig stendur á því að þó ég fari af stað að heiman með þjár pístólur, þá tekst mér ekki að drepa neinn af þeim réttdræpu. Í mesta lagi að það verði einhver læmingjagrey fyrir skotunum mínum þó það hafi verið minn staðfastur ásetningur að fækka svolítið þessum misheppnuðu stjórnmálamönnum. Þeir eru alltof margir.
Mín fyrsta hugsun þegar sniðgöngumálið mikla kom upp og fjölmiðlar sýndu því af einhverjum ástæðum mjög mikla athygli, var sú að þeir sem væru svo vitlausir að halda að borgarstjórn Reykjavíkur færi með ríkisstjórnarvald á Íslandi yrðu bara að fá að halda svo áfram. Seinna má segja að mál þetta hafi reynst illa undirbúið og orðalaginu verið að ýmsu leyti áfátt svo ekki er óeðlilegt að borgarstjórnin vilji skoða það betur. Á allan hátt er þetta smámál samanborið við mörg önnur.
Sjálfstæðismenn brugðust ekki vana sínum. Ætíð skulu þeir styðja Ísraelsstjórn hvað sem hún tekur sér fyrir hendur. Villa í Köben væri jafnvel óhætt að vera í Sjálfstæðisflokknum þess vegna. Ekki held ég að þetta sé fyrsta ályktunin í borgar- eða bæjarstjórn Reykjavíkur sem er illa undirbúin. Þessvegna er það heimska hin mesta að ætlast til að Dagur segi af sér útaf þessu. Það væri þá frekar útaf því að hafa ekki þorað að standa í lappirnar.
Ekki veit ég hverjir það eru sem eru svo takmarkaðir að þeir lesa jafnan mitt blogg og tileinka sér jafnvel þær skoðanir sem þar koma fram. (Þær eru yfirleitt fremur misheppnaðar.) Einhverjir hljóta það samt að vera, því þegar ég læt svo lítið að blogga smá þá rjúka heimsóknartölurnar upp úr öllu valdi. Þegar ég blogga ekki eru þær oftast fáar. Þetta getur að vísu staðið í sambandi við það að tölvuþekking almennt fari vaxandi og einhverjir eða allmargir hafi vit á því að láta tölvuna segja sér ef svo ólíklega vildi til að ég bloggaði.
Haustið virðist ætla að verða fremur hlýtt. Ekki veitti nú af eftir allkalt sumar. Enn bíð ég eftir fyrsta frostinu hér á Akranesi. Gaman verður að vita hvort gangstígar eru sandbornir hér eins og tíðkast í Kópavogi og Reykjavík.
Umræðan um vonda og góða fólkið er forvitnileg en fjallar í rauninni bara um grunnstefin í samfélaginu. Hvort viljum við heldur vera kommúnistar eða kapitalistar? Engu máli skiptir hvað þetta er kallað. Einnig eru afbrigðin svo mörg að allir ættu að geta fundið sér eitthvað til að rífast um. Tala nú ekki um ef trúmál og hómófóbía blandast í þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2015 | 22:10
2364 - Jörundur hundadagakóngur
Eiginlega er ég að gefast upp á þessu flóttamannamáli. Viðskiptamál og vöruúrval allskonar eru að taka við. Viðskiptabönn eru mikið notuð til að vekja athygli. Eina dæmið um að þau hafi hugsanlega haft einhver áhrif á stefnu er viðskiptabannið á Suður-Afríku á sínum tíma. Ef Rússar setja viðskiptabann á Ísland, þá setja þeir bara viðskiptabann á Ísland. Annað en hefndarráðstöfun getur það aldrei orðið. Íslendingar vildu bara gera einsog félagar þeirra í NATO. Skil samt ekki almennilega af hverju fjölmiðlamenn eru allt í einu (ásamt ríkisstjórninni) búnir að missa allan áhuga á flóttamönnunum. Mér finnst óþarfi að láta ríkisstjórnina sleppa svona billega frá þessu öllusaman.
Miklum og undarlegur áróðri er haldið uppi um flóttamenn þá sem nú flæða yfir Evrópu. Hamast er við að gera þetta mál sem pólitískast. Sem það er í rauninni alls ekki. Enginn vafi er á því að félagslegu miðlarnir (einkum fésbókin) eru orðnir sterkt pólitískt afl. Vinstri menn virðast vera duglegri við skriftir þar og þarf það ekki að koma á óvart. Ætli hægri menn séu ekki uppteknir við að grilla og græða.
Einn aðalgallinn við bloggið er sá að ekki þýðir mikið að fara þangað inn með alltof stuttan texta. Annars er þetta með stuttan og langan texta ansi teygjanlegt. Alltaf held ég samt að vandlega athyglin sé að styttast. Varla þýðir lengur að koma með álnarlangar og ill-læsilegar greinar og ætlast til þess að dagblöðin birti ósköpin.
Einhverju sinni sá ég því haldið fram (sennilega á fésbókinni) að á Moggablogginu væru ekki aðrir eftir en sanntrúaðir íhaldsseggir og svo fáeinir furðufuglar. Frekar vildi ég nú teljast til furðufuglanna en sanntrúaðra íhaldsseggja. Það er að vísu rétt að allmargir hættu sem Moggabloggarar um það leyti sem Davíð Oddsson varð ritstjóri Morgunblaðsins. Sumir þeirra náðu að hasla sér völl annars staðar, en furðu margir hættu fyrir fullt og allt. Sumir þeirra elska nú orðið fésbókina umfram flest annað. Það finnst mér furðufuglaskapur hinn mesti. Eini augljósi kosturinn við fésbókina finnst mér vera sá að þar er hægt að ná sambandi við næstum alla. Tölvupósturinn er þvínær ónýtur vegna auglýsingastarfsemi. En sem predikunarstóll er Moggabloggið langbest og þjónustan þar er ágæt. Ekki er þó hægt að segja að Morgunblaðið eða mbl.is vekji mikla athygli á þessu umræðuformi sem vel má halda fram að sé einskonar athugasemdakerfi ef menn vilja nota það þannig.
Afskaplega er ég misjafnlega upplagður í þessari morgungöngu minni. Samt stunda ég það flesta morgna að fara út að ganga. Viðmiðið er klukkutími eða 5 kílómetrar. Í morgun náði ég t.d. ekki viðmiðunarhraðanum (sem er 400 m á hverjar 5 mínútur). Stundum á ég í engum erfiðleikum með það og stundum næ ég því svona rétt svo. Er samt ekki svo langt leiddur að ég birti hér úrslitin á hverjum morgni. Sú tíð getur samt komið.
Jörundur hundadagakonungur var hérumbil búinn að plata Íslendinga upp úr skónum enda vilja þeir umfram allt láta plata sig. Í síðustu kosningum plataði Sigmundur Davíð talsvert marga og hver veit nema hann geri það aftur. ÓRG heldur líklega áfram að plata fólk enn um sinn. Merkilegast fannst mér þegar hann reyndi að telja fólki trú um að Pochahontas væri hundómerkileg kvikmynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2015 | 05:39
2363 - Góða tungl
Einn er sá fídus í nýja stýrikerfinu (Windows númer 10) sem mér finnst nokkuð sniðugur. Hann er þannig að þegar ég t.d. er að skoða bloggið mitt þá birtist efst á skjánum táknmynd fyrir bók og ef ég smelli á hana með músinni birtast bloggin mín (án fyrirsagnar) hvert á eftir öðru eins og í bók. Þetta er nokkuð handhægt, en nær samt ekki nema svona til 2013 að mig minnir. Held að ég hafi byrjað að blogga talsvert fyrr en það enda eru þau orðin svo mörg að til vandræða horfir. Svakalega er ég annars búinn að blogga mikið um dagana.
Góða tungl um loft þú líður
ljúft við skýja silfurskaut.
Eins og viljinn alvalds býður
eftir þinni vissu braut.
Ekki grunar mig af hverju þessar ljóðlínur komu í hug mér áðan. Þetta hef ég eflaust lært í skólanum á sínum tíma og sennilega hef ég ekki munað eftir þessum ljóðlínum fyrr en núna. En af hverju? Líklegt er að það sem við lærum á barnsaldri hafi meiri áhrif á okkur en við gerum okkur oft í hugarlund. Núna mundi ég sennilega setja spurningarmerki við þetta með alvalds viljann, en þegar ég lærði þetta var ég áreiðanlega ekki þannig stemmdur. Annars minnir mig að það eigi að vera tunglmyrkvi núna einhvern daginn. Það gæti hafa leitt mig að þessu.
Ríkisstjórnin reynir að tefja flóttamannamálið sem mest hún má. Einhverntíma verður hún samt að sýna á spilin. Hætt er við að fáum líki sú sýn. Líklegast er að allt sé ómögulegt þegar á að gera eitthvað þó flest sé í lukkunnar velstandi þegar bara þarf að tala. Þessi heita kartafla lenti hjá ríkisstjórninni einsog eðlilegt var. Kannski hefði hún betur vísað því frá sér en svo var ekki.
Meðan ekki var um neinskonar ríkisstjórn Pelestínu að ræða á Vesturbakkanum var grjótkastið helsta vandamál Ísraelshers og því var svarað af mestu og best útbúnu hernaðarmaskínu svæðisins ef ekki heimsins alls af margföldu afli. Samt er það svo enn, að grjótkastið er það sem Ísraelski herinn óttast mest. Meðan svo heldur áfram er lítil von um samkomulag milli aðila.
Þegar ég tilfæri vísur í texta mínum. Hvort sem um er að ræða bloggið sjálf, boðnarmjöðinn á fésbókinni eða í tilsvörum hvar sem er hef ég reynt að halda mig við þá venju að segja frá því ef vísan er ekki eftir mig. Ef ég segi ekkert um uppruna hennar er næstum öruggt að hún er eftir mig sjálfan. Þetta segi ég ekki til að upphefja mig enda er þarna oft um afar ósnjallar vísur að ræða. Vísur eftir aðra sem ég tilfæri eru yfirleitt mjög góðar og fleirum kunnar. Annars er feðrun vísna sérfag sem ég hef afar lítinn áhuga á. Man þó (að ég held) eftir flestum mínum vísum sem sæmilegar eru. Látum hnoðið liggja á milli hluta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2015 | 23:03
2362 - Haustveðrið yfir oss
Einsog ég er oft vanur að gera þá ætla ég að byrja á næsta bloggi rétt eftir að ég hef póstað því síðasta.
Það var ekki nóg með að blómapottur lemdist utaní svalahandriðið með talsverðum hávaða, heldur fauk líka af snúrudótinu okkar í fyrstu alvöru haustlægðinni sem kom hingað upp á Akranes í kvöld. (8. Sept 2015.) Held samt að ekkert hafi skemmst, týnst eða eyðilagst enda eigum við ekkert trampólín. Hef samt aldrei veðurhræddur verið og sýnist þetta ósköp meinlaust.
Flóttamannavandamálið vindur sífellt uppá sig. Helsta röksemd þeirra sem ekkert vilja gera er að athuga þurfi ástæður þess að svo illa er komið sem raun ber vitni. (Sumir vona kannski að sú athugun taki sem lengstan tíma svo vandamálið verði að mestu horfið fyrir annarra tilverknað þegar athuguninni lýkur.) Þó sumir þeirra sem hæst hafa útaf þessu hafi oft haft tækifæri til að láta í sér heyra, breytir það engu um neyð þeirra sem flóttamenn eru. Skylda Evrópubúa er að sinna þessu máli. Skömm Evrópusambandsins sem heykst hefur á því að móta samræmda stefnu í þessu máli er mikil og mun bara aukast. Margir þeirra sem hingað til hafa stutt samvinnu Evrópuþjóða munu eflaust hætta því með hliðsjón af þessum málum. Það eina sem ESB hefur hingað til gert er að útvega úrtölumönnum þvínær skothelda afsökun.
Helena Benediktsdóttir Haydarly átti 3ja ára afmæli í dag og að sjálfsögðu var mikið um dýrðir af því tilefni. Stórfjölskyldan (sem er orðin talsvert stór) hittist öll í Hafnarfirðinum og afmælisgjafirnar voru margar og eftirminnilegar. M.a. fjarstýrður bíll sem varla hefði verið gefinn 3ja ára barni þegar ég var lítill. En það er nú svo langt síðan. Hugleiðingar mínar um þetta mál eru að sjálfsögðu mesta markleysa því afmælisbarnið mundi eflaust hafa haft þetta alltöðruvísi. Svo er Tinnuafmæli á næstunni (12. október) en þá verður hún 6 ára. Ekki vantar samt að hún sé byrjuð í skólanum þrátt fyrir það.
Í rauninni gerist heldur fátt þessa dagana og það er bara gott. Engar fréttir eru góðar fréttir var einhverntíma sagt. Ekki ætti það samt að verða okkur bloggurum neinn fjötur um fót. Við eru vanir því að skrifa um allt og ekkert. (Nema auðvitað fréttabloggararnir.) og aðallega um ekkert. Sem leiðir mig að því sem ég hef oft velt fyrir mér. En það er hvaða fyrirmæli blaðamannsveslingarnir fá sem skrifa baksíðuhugleiðingarnar í Fréttablaðið. Hafið það stutt, persónulegt og ómerkilegt, ímynda ég mér.
Nú er að koma að því. Ég verð að fara að finna mér rakarastofu hér á Akranesi. Ég er nefnilega að verða ansi loðinn. Þær hljóta að vera nokkrar hér í bænum. Ef ekki þá er Reykjavík svosem ekki í óyfirstíganlegri fjarlægð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2015 | 14:39
2361 - Rafritið
Nú er ég nýkominn úr gönguferðinni minni og þó rokið hafi verið talsvert var úrkoman sem betur fer lítil. Viðmiðunin uppá 400 m per hverjar 5 mínútur náðist en ekkert fram yfir það. Hugga mig við að aðstæður hafi ekki verið sérlega góðar.
Virðist vera farinn að blogga oftar nú en áður enda er ekki erfitt að gera það. Eitt blogg á dag er samt fullmikið. Á sunnudaginn fór ég með Áslaugu í bæinn til að heimsækja Benna og fara á sýninguna í Gerðubergi. Það var sýningarstjórinn mættur (fullseint að vísu) og talaði við fólk um myndirnar. Í gær var svo leiðindaveður ef ég man rétt. Tókst þó að fara í mína gönguferð áður en byrjaði að rigna fyrir alvöru.
Nú er Helgi Hrafn orðinn kafteinn hjá Pírötum og Birgitta formaður litla þingflokksins. Skiptingin þar var mun hávaðaminni en hjá Bjartri (eða vonlausri) Framtíð hvernig sem á því stendur. Í dag er víst von á fjárlagafrumvarpi og við því er að búast að Alþingismenn fari að reyna að vekja á sér athygli. Ég er samt enganveginn farinn að þekkja þá alla enda láta þeir ákaflega mismikið á sér bera.
Ein fyrirsögn í Fréttablaðinu vakti sérstaka athygli mín áðan. Hún er svona: Alma vinnur með Scott Storch. Nöfnin segja mér afskaplega lítið. Kannast við hvorugt. Hefði ekki verið hægt að hafa fyrirsögnina öðruvísi eða er ég bara orðinn svona gamall? Eru þetta virkilega nöfn sem allir eiga að þekkja?
Nú er ég búinn að skrifa langt mál um lítið efni og ætla að hvíla mig svolítið.
Á sínum tíma gaf ég út Rafritið. Þar er margt mjög merkilegt að finna. A.m.k. finnst mér það. Öðrum kannski ekki, en við því er ekkert að gera. Hér er sýnishorn af því sem þar er að finna:
Prentvilla?. Útilokað. Módemið mitt er með leiðréttingarútbúnaði.
Námskeið um tímaferðalög var haldið fyrir hálfum mánuði.
Munnlegur samningur er ekki virði pappírsins sem hann er skrifaður á.
Kemur stálull af stálkindum?
OS/2 = 0
Ég er ekkert búinn að tapa vitinu, það er backup hérna einhvers staðar.
Ef ég bjarga hvölunum, hvar á ég þá að láta þá?
Aldrei tilkynnir DOS "EXCELLENT command or file name".
Ef verkið heppnast ekki í fyrstu tilraun skaltu eyða öllum ummerkjum um að þú hafir reynt.
Farðu að mínum ráðum, ég þarf ekki á þeim að halda.
Hreint skrifborð er merki um troðfullar skrifborðsskúffur.
File not found. Ég sæki bara eitthvað sem *mér* finnst áhugavert.
Dauðir eru 30 sinnum fleiri en lifendur.
Sá sem brosir í erfiðleikum hefur fundið einhvern til að kenna um.
Hvert erum við að fara? Og af hverju erum við í þessari körfu?
ASCII a stupid question, get a stupid ANSI.
Drop your carrier ... we have you surrounded.
A feature is a bug with seniority!
Ef ekki væri til C værum við enn að nota BASI, PASAL og OBOL!
Og hér er linkurinn: http://snerpa.is/net/rafrit/raf.htm
Nú er ég hættur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2015 | 01:53
2360 - Windows 10
Nú er ég að byrja að læra á nýja stýrikerfið og gengur það bærilega. Um margar leiðir að sama markinu er venjulega að ræða. Þannig er það bara með tölvur. Hver og einn finnur hlutina með sinni aðferð. Auðvitað eru þær (leiðirnar) ekki allar jafn skynsamlegar, en við því er ekkert að gera. Þær leiðir sem maður finnur sjálfur á maður auðveldast með að muna.
Mér finnst flóttamannavandamálið svonefnda vera að komast á nýtt stig. Gott ef ekki er um talsverða vinstri sveiflu að ræða svona pólitískt séð auðvitað verður að líta á þessi ósköp með pólitískum gleraugum. Með því að tala svona má sega að gripið sé til úrelts kaldastríðs orðalags. Breytingin á hugsunarhætti fólks er þó næstum áþreifanleg. Útlendingahatarar hafa hægt um sig þessa dagana. Þó eru þeir ótrúlega margir. Vantar bara flokk eða eitthvað eða einhvern til að fylkja sér um. Annars virðist flóttamannavandamálið verða stærra og stærra með hverjum deginum. Veit ekki hvar þetta endar. Auk kynþáttahyggjunnar blandast trúmál inn í þetta allt saman og vissulega er hægt að halda ýmsu misgáfulegu fram í þeirra nafni.
Eitt er það sem sjaldan er minnst á í sambandi við flóttamennina. Það eru börnin. Innan fárra ára vaxa þau úr grasi og verða verðmætt vinnuafl. Mér segir svo hugur um að öll lönd Evrópu og ekki síður litla Ísland en önnur þurfi sárlega á því að halda von bráðar. Þessvegna er það sennilega hreinn gróði fyrir lönd Evrópu að taka við sem flestum flóttamönnum.
Ég er að hugsa um að fara að blogga oftar. Þessi tölva er alveg fyrirtak og stýrikerfið líka. Það liggur við að hún lesi hugsanir manns. Þegar maður er einu sinni búinn að finna eitthvað er enginn vandi að gera það aftur. Þó er ég ekki ennþá búinn að finna út hvernig búkkmörkin starfa á þessari tölvu. Yfirleitt hefur það verið mitt helsta vandamál ef ég hef skipt um tölvu eða stýrikerfi að finna út úr búkkmörkunum.
Veran hér á Akranesi leggst bara nokkuð vel í mig. Hér er allt til alls og ég verð að segja að bílafjöldinn á götunum í Reykjavíkinni er fullmikill. Hér er allt eitthvað svo rólegt og æsingurinn í fólkinu sem í bílunum er greinilega ekki nærri eins mikill. Þar að auki höfðum við svosem ekkert við það að gera að vera sæmilega nálægt miðbænum og úr því að við gátum selt eldgamla hæð í húsi á ágætu verði og keypt stærri og alveg nýlega blokkaríbúð á Akranesi fyrir álíka verð var sjálfsagt að grípa gæsina.
Nú segir wordið mér að blaðsíðan sé að verða búin, svo sennilega er best að hætta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2015 | 22:43
2359 - Fyrrverandi starfsmenn
Nú er ég búinn að vera tölvulaus í u.þ.b. viku og búinn að fá nýja tölvu og Windows 10. Ekki er þó að fullu komið netsamband ennþá, en væntanlega stendur það til bóta. Afar lítið hef ég séð af fésbók og þessháttar dóti þá daga sem ég hef tölvulaus verið. Varla hef ég þó misst af miklu því ég sakna einskis. Gúrkan er svo sannarlega mikil þessa dagana. Eitthvað hefur þó verið minnst á flóttamenn að mér skilst, en það er ekki mitt aðaláhugamál svo varla er það merkilegt.
Stundum líður langur tími á milli þess að ég bloggi. Stundum er skammt á milli. Ekki veit ég hversvegna, ég er bara svona gerður. Stundum er ég í stuði til þess að blogga og stundum ekki. Yfileitt er best að þegja um fréttatengd efni. Nóg er samt til. Blaða og fréttamenn fjalla oftast nær eingöngu um málin frá sínu sjónarmiði. Í mesta lagi að sjónarmið fréttastjórans komist að. Stundum reyndar ritstjórans einnig og þó oftast óbeint í gengnum sjálfsritskoðun. Oft skiptir meira máli hvaða fréttir eru sagðar heldur en hvernig það er gert. Þögnin og þöggunin eru mikilvirkustu tækin til skoðanamyndunar. Sú breyting sem orðin er og er að verða á miðlun frétta með samfélagsmiðlunum er gagntækari en marga grunar. Síminn ásamt útvarpi og sjónvarpi hefur ekki reynst vera sá brimbrjótur sem margir ætluðu. E.t.v. er Internetið það samt.
Hef verið að velta því fyrir mér að uppá síðkastið hvernig verslair fari að því að auglýsa á mjög áberandi hátt að þær veiti 75 prósenta afslátt. Hver hefur álagningarprósentan upphaflega verið ef það er hægt? Varla undir 200 %. Annars nenni ég ekki að fjölyrða um þetta, en það eru verslanir að mínu skapi sem aldrei veita neinn afslátt. Held að þær séu til.
Undanfarið hef ég átt í svolitlum vandræðum með að ná viðmiðunarhraða í gönguferðum morgnanna. Svo hef ég gleymt að vigta mig (Alveg satt.) Held samt að þó ég sé vitlausu megin við 105 kílóin, sé ég enn innan við 106 kg.
Ansi eru þeir hættlegir þessir fyrrum starfsmenn í Bandaríkjunum Drepa bara mann og annan. Og svo sjálfa sig í lokin. Sem betur fer eru íslenskir fyrrum starfsmenn flestir óvopnaðir. Annars værum við líklega í vondum málum. Landar okkar eiga það nefnilega til að reiðast heiftarlega. Bandaríkjamenn hafa engan einkarétt á því.
Í bókinni Atomic Times, sem ég las nýlega var frá því sagt að til þess að lokka hermenn til að verða mannleg tilraunadýr var meðal annars beitt því ráði að segja mönnum að á bak við hvert einsta tré á Kyrrahafseyjunum sem þeim var sagt að velja (tilraunastöðvunum) væri hjólgröð stelpa sem biði eftir þeim. Vitanlega var búið að fella hvert einasta tré á þessum stöðum, en vesalings hermennirnir vissu það ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)