Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

2326 - Skáksvindl og skoðanakannanir

Sennilega er strategían sú hjá SDG að framsókarflokkurinn komi til með að virðast styðja almenning a.m.k. samanborið við sjálfstæðisflokkinn og útgerðarauðvaldið. Einnig ætlar hann að fá þjóðrembu og innflytjendahatursfylgið og með því reiknar hann líklega með að núverandi stjórnarflokkar gætu fengið meirihluta aftur. Samfylkingin og vinstri grænir eru ekki líklegir flokkar til að koma í veg fyrir það. Þá eru smáflokkarnir og óánægjufylgið eftir. Kannski er fjórflokkurinn orðinn svo óvinsæll að píratar og aðrir smáflokkar gætu ruglað mynstrið.

Stjórnarskráin nýja fær varla neitt brautargengi hjá núverandi ríkisstjórn. Líklegast er að ekkert afgerandi gerist á þessu kjörtímabili varðandi það mál. Heldur ekki hvað aðild að ESB snertir. Ef núverandi ríkisstjórn fellur í næstu kosningum er því líklegast að fitja verði upp á nýtt í þeim málum öllum. Sjálfstæðisflokkurinn kann að snarsnúast í ESB-málinu hvenær sem er, en miklu síður í hinu. Núverandi stjórnarskrá er að þeirra dómi ekki svo stórgölluð að kalli á flunkunýja. Þeir telja hugsanlegt að lappa uppá þá gömlu. Annars væru þeir ekki alvöru íhaldsflokkur.

Gáfumenn spekúlera mikið í vinsældum Pírata í skoðanakönnunum. Ég spái aftur á móti mikið í skuggalegar vinsældir fésbókarinnar. Það er orðið mikilvægasta morgunverkið hjá mér og sjálfsagt mörgum fleirum að kíkja á fésbókar-ræfilinn. Vinsældir hennar gætu orðið til þess að fólk hætti öðrum samskiptum að lokum. Einstaka þöngulhausar halda enn tryggð við bloggið. Eru samt flestir búnir að uppgötva að nauðsynlegt er að segja frá nýjum bloggfærslum á fésbókinni. Annars dettur varla nokkrum í hug að lesa ósköpin. Fátt ef nokkuð er eins úrelt og að lesa dagblöðin. Bráðum verður jafnúrelt að horfa á sjónvarpsfréttirnar.

Kannski er skáksvindl að verða algengara en við höldum. Fréttir af slíku eru sífellt að verða algengari. Nútímatækni gerir þetta sáraeinfalt. Nýjustu fréttir sem ég hef af þessu útskýra þetta. Ekki þarf annað en tvo farsíma og lítinn hátalara sem hægt er að fela í eyranu. Útfærslan er ekki erfið fyrir þá sem kunna vel á svona lagað. Í fréttum af skákmóti á Indlandi er þetta útskýrt nákvæmlega:  https://www.facebook.com/KingChessAcademy.in/posts/679917835470614 Engu er við þetta að bæta.

WP 20150421 09 19 57 ProÍ skóginum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband