Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

619. - Eftirminnileg bloggmóment og þrjár myndir

Skopstæling is the ultimate form of flattery. Ég man alltaf hvað ég varð yfir mig undrandi þegar ég las fyrir einhverja undarlega tilviljun eitt af fyrstu bloggum bloggrýnisins. Hann kallaði það "Sæmundarhátt í bloggi" og það fór ekkert á milli mála að um var að ræða skopstælingu af mínu bloggi. Því miður tók ég ekki afrit af þessu "banebrydende" verki en ef til vill er það einhversstaðar til.

Ég vissi ekki hvort ég átti að verða foj eða fokvondur, ofsaglaður eða deprimeraður. Kannski yfirmáta uppveðraður eða bara að láta sem ekkert væri. Það fyrsta sem ég gerði var að bjóða bloggrýninum bloggvináttu. Hann var fljótur að þiggja hana og ef ég man rétt kom hann nokkrum sinnum fram í kommentum hjá mér.

Hann hélt svo áfram að skopast að þekktum bloggurum en hætti að mig minnir fljótlega að nafngreina þá sem hann gerði grín að. Innan skamms hætti hann þessu svo alveg og eyddi öllum sínum skrifum. Ég hef enga hugmynd um hver þetta var.

Mér þótti það líka mikil upphefð þegar ég var gerður að forsíðubloggara hér á Moggablogginu. Það var Láru Hönnu Einarsdóttur að þakka (eða kenna). Þannig var að við vorum fyrrum vinnufélagar ofan af Stöð 2. Ég held að hún hafi byrjað að blogga eitthvað seinna en ég. Í einu af sínum bloggum minntist hún á að hafa rekist á ýmsa sem hún kannaðist við þegar hún byrjaði á Moggablogginu.

Upp úr þessu fórum við að skrifast svolítið á og meðal annars þótti henni það athyglisvert þegar ég fór að blogga um hvernig sumir bloggarar væru settir skör hærra en aðrir af Moggabloggsguðunum. Hún skrifaði þeim síðan (guðunum) og afleiðingin af því varð að við vorum bæði sett í hóp forsíðubloggara.

Svo var það líka eftirminnilegt þegar Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson helgaði mér heilt blogg með allskonar bölbænum. Efir það hef ég alltaf haft dálítið álit á skrifum hans þó ég fyrirlíti skoðanir hans flestar.

Einhverntíma áður en ég varð forsíðubloggari álpaðist Sigurður Þór Guðjónsson til að samþykkja mig sem bloggvin. Svo var það í einhverri hreingerningu sem hann kastaði mér út sem slíkum. Það var ég auðvitað ekki ánægður með og bloggaði um það. Líklega hefur Sigurður lesið það blogg því hann gerði mig aftur að bloggvini sínum.

Svo eru það myndirnar þrjár. Allar teknar í dag.

IMG 1829Móskarðshnjúkar nær

IMG 1830Móskarðshnjúkar fjær

IMG 1839Matarlegt í kreppunni

 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband