Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

54. blogg

Hmm. Það er víst orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Hér gerist fátt og ekki er margt úr fortíðinni sem mér dettur í hug að skrifa um akkúrat núna. Margir hamast með illyrðum gegn Moggablogginu, en ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Þessi vinsældasýki sem haldið er við með tengingum í illa skrifaða fréttabúta og bloggvinasöfnun sem tröllríður hér sumum bloggum er auðvitað ekki spor gáfuleg, en það jákvæða er að hér eru blogg af öllum gerðum og enginn er neyddur til að lesa það sem honum leiðist.

Fáir kíkja á mitt blogg og enn færri kommenta á það og í mínum augum er það hið besta mál. Það eru samt nokkrir sem leggja það greinilega í vana sinn að líta á það sem ég hef skrifað og þó ég viti deili á sumum þeirra, þekki ég ekki til þeirra allra.

Við Áslaug hjálpuðum Benna til að tæma íbúðina sína á föstudaginn var og svo afhenti hann hana um 5 leytið og fór síðan til Akureyrar þar sem hann var búinn að taka sumarleyfisíbúð á leigu. Á sunnudagskvöldið var einslangs fundur í Auðbrekkunni þar sem rætt var um væntanlega Fljótavíkurferð síðari hluta júnímánaðar. Þar vorum við öll familían, nema Benni náttúrulega, og Jói og foreldrar hans, en þetta er sá 8 manna hópur sem líklega mun leggja leið sína í Fljótavíkina í fyllingu tímans.

Áslaug fór með kaffivélinni til Akureyrar í dag. Sennilega kemur hún svo til baka með Benna um helgina eða svo. Hún er í sumarfríi í nýju vinnunni sinni í Aðföngum. Benni á eiginlega hvergi heima um þessar mundir. Hann fær nýju íbúðina afhenta um mánaðamótin júní/júlí og mun þangað til dveljast á Akureyri, Húsafelli, Fljótavík og víðar. Bjarni er að undirbúa flutning til Bahamas og mun líklega fara þangað í ágúst. Áslaug er hætt á Vesturgötunni og farin að skúra í Aðföngum, enda er það betur borgað. Sjálfur gutla ég svo hérna í MS og núna rétt áðan voru þeir síðustu úr innrásarliði Samkeppnisstofnunar að yfirgefa svæðið.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband