2.12.2009 | 00:06
882 - Þrjár bækur
Las nýlega bók eftir Ragnhildi L. Guðmundsdóttur sem hún nefnir Býrðu í glerhúsi - fjölskyldusaga." Ekkert útgáfuár er að finna á bókinni en hún er örugglega nýkomin út. Fékk hana á bókasafninu. Í henni rekur höfundur æfi eiginmanns síns Rögnvaldar Helgasonar, sína eigin og síðan sögu fjölskyldunnar. Þau hafa bæði lent í ýmsu og börnin þeirra líka og um margt minnir bókin öll á fremur langa blaðagrein. Einkum síðari hluti hennar.
Aðrir sem til þekkja mundu eflaust segja þessa sögu öðru vísi en hún er samt á margan hátt athyglisverð og heldur manni föngnum. Prófarkalestur er lítill og nokkuð um stafsetningar- og málvillur. Höfundinum liggur margt á hjarta og hún segir vel frá. Eiginmaður hennar var um tíma á vistheimilinu að Breiðuvík og einnig á Kumbaravogi. Sjálf varð hún fyrir einelti í æsku og börn þeirra hjóna hafa einnig lent í ýmsum hremmingum.
Önnur bók sem ég las nýlega kom út árið 1954, heitir Æskustöðvar" og er eftir Jósef Björnsson frá Svarfhóli. Svarfhóll þessi er í Borgarfirðinum og þar ólst Jósef upp. Bók þessa las ég spjaldanna á milli af miklum áhuga og er hún þó bara lýsing á venjulegu fjölskyldulífi á venjulegum sveitabæ í lok nítjándu aldar. Sennilega segir það meira um mig en það sem ég les að ég hef mestan áhuga á hlutum sem gerðust fyrir mitt minni.
Þriðju bókina hef ég verið að glugga í undanfarið. Hún nefnist Almanak hins íslenska þjóðvinafélags 2010 og árbók Íslands 2008. Þessi bók er mjög merkileg og fróðleg. Samskonar bók er gefin út á hverju ári held ég. Fyrir löngu keypti ég Almanakið stundum sérprentað því það var svo ódýrt. Í því er samþjappaður mikill fróðleikur. Mest fer fyrir ýmsum upplýsingum um gang himintungla, flóðatöflum og svo að sjálfsögðu almanakinu sjálfu.
Einhvern tíma á Alþýðusambandsþingi eða LÍV-þingi hlustaði ég á Ásmund Stefánsson og einhverja fleiri ræða um bækur og bóklestur. Það undraði mig mest að svo virtist sem þeir færu aldrei á bókasöfn og þekktu þau ekki. Bókasöfnin eru algjörlega ómissandi fyrir alla þá sem ekki vaða í peningum og ég hef aldrei getað fyrirgefið Jóhannesi Helga að hafa á sínum tíma bannað að bækur sínar væru til útláns á bókasöfnum. Þær voru það nú samt.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Almanakið hefur verið minn ómissandi félagi í 40 ár. Sammála þessu með bókasöfnin. Maður kaupir miklu færri bækur en maður les.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2009 kl. 00:35
Það er líka að menn hafa ekki pláss fyrir allar þær bækur sem þeir vildu þó eiga nema vera auðmenn og auðmenn hafa yfirleitt ekki áhuga á bókum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2009 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.