26.11.2009 | 00:03
876 - Jóhanna vill helst fá hund
Steingrímur með styrkri mund
stýrir burt frá miðju.
En Jóhanna vill helst fá hund
í Helguvíkursmiðju.
Flest bendir til að þeir sem vilja semja við Breta og Hollendinga í Icesave málinu trúi því einlæglega að með því eina móti getum við sannfært umheiminn um að við séum alvörufólk. Orðspor okkar Íslendinga er afspyrnulélegt og hefur kannski alltaf verið það.
Lífskjör hér á landi eru allgóð. Þau munu versna vegna kreppunnar en samt ekki verða sérlega slæm. Ástæðulaust er að láta eins og heimurinn sé að farast. Við bætum ekkert með því. Sjálfsagt hefði verið að fá utanaðkomandi aðila okkur til aðstoðar ef við hefðum viljað komast með hraði uppúr kreppunni. Svo hefur þó ekki verið gert og stjórnvöld vilja helst koma á svipuðu ástandi aftur og hér var.
Það er slæmt því almennur vilji er að hér verði fyrirmyndarríki hvað snertir jöfnuð og gegnsæi. Gallinn er bara sá að stjórnkerfið verður alltaf veikt því það getur ekki orðið trúverðugt. Til þess er fámennið of mikið. Spillingin sker í augun en enginn vill sjá hana. Við erum meistarar í að dylja hana. Gerum grín að útlendingum sem þykjast sjá hana.
Auk spillingarinnar er mesta hættan, sem við Íslendingar verðum fyrir með daðri okkar við það sem við köllum nútímalega heimsmenningu, sú að unga kynslóðin venst á ofneyslu afþreyingar. Allir vilja skemmta sér til dauðs. Ýmislegt annað en taumlaus neysla er þess virði að lifa fyrir.
Það er engin ný bóla að hverskyns fjárglæfrar séu fjármagnaðir með skammtímalánum eða okurlánum eins og þau voru einu sinni kölluð. Ávísanakeðjur og víxlar með afföllum eru góð dæmi um það. Áður fyrr voru ríkisbankar þó íhaldssamir og fjármögnuðu sig einkum með langtímalánum. Með einkavæðingunni og fjármálabólunni breyttist þetta. Fín nöfn voru fundin upp fyrir það sem áður var litið niður á. Endurfjármögnun skyldi það heita en var auðvitað ekkert annað en það að velta vandanum á undan sér.
Okurlánin eru hlý
en ekki kostur góður.
Kemur núna kannski því
kreppulánasjóður?
Óknattspyrnufróður útlendingur sem mundi kynna sér íslenska menningu og fjölmiðlun kæmist fljótt að raun um að Liverpool og Mancheseter United væru íslensk knattspyrnufélög. Margir Íslendingar vita þó betur. Íþróttafréttamenn samsama sig gjarnan þessum félögum og flytja fréttir af þeim reglulega og gengi þeirra í Evrópukeppnum allskonar er flestu öðru mikilvægara.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fín færsla eins og oftast. Hins vegar tel ég að þú vanmetir lífskjörin á Íslandi. Lífskjör eru ekki góð á meðan venjulegar fjölskyldur lenda á götunni, neyðast til að flytja úr landi eða þegar fjölskyldufaðir hugleiðir sjálfsvíg vegna ástandsins. Hlustaðu endilega á þetta viðtal, en þetta fólk í viðtalinu er einfaldlega nógu hugrakkt til að láta heyra í sér. Þúsundir Íslendinga eru í svipaðri stöðu í dag. Ég er því miður ekki að ýkja.
Færsla mín í dag er skrifuð eftir að ég heyrði þetta viðtal, en eins og sumir vita tók ég virkan þátt í starfsemi Hagsmunasamtaka heimilanna um stutt skeið áður en ég ákvað að flytja úr landi: Fjöldagjaldþrot íslenskra heimila í sjónmáli?
Hrannar Baldursson, 26.11.2009 kl. 10:45
Það er ekkert nýtt að fólk verði hér atvinnulaust og gjaldþrota. Ríkt fólk hefur einnig orðið gjaldþrota, bæði hérlendis og erlendis, einnig í Noregi.
Gjaldþrota fólk getur leigt hér íbúð á um hundrað þúsund krónur á mánuði og haldið öllu venjulegu innbúi sínu, hjón og sambýlisfólk fá samtals að minnsta kosti 300 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur á mánuði og matur á mann þarf engan veginn að kosta meira en 20 þúsund krónur á mánuði.
Norðmenn hafa einnig lent í tímabundnum erfiðleikum, rétt eins og allar aðrar þjóðir í heiminum, og við Íslendingar munum að sjálfsögðu einnig komast út úr okkar erfiðleikum á næstunni. Fólk fer héðan til annarra landa til að vinna og þúsundir útlendinga hafa unnið hér og vinna hér enn.
Lífskjör á Íslandi eru með þeim bestu í heiminum og verða það einnig í framtíðinni. Hins vegar snúast lífskjör ekki um að eiga dýran eða ódýran bíl, túbusjónvarp eða flatskjá, tausófasett eða leðursófasett.
Lífskjör tekjulágra Íslendinga voru engan veginn betri fyrir tveimur árum en þau eru nú. Verð á húsnæði og húsaleiga hefur lækkað mikið hér undanfarið og framboð af leiguhúsnæði hefur aukist mikið. Lágmarks örorkulífeyrir, ellilífeyrir, húsaleigubætur og atvinnuleysisbætur voru einnig hækkaðar hér mikið nýlega.
Og það er enginn vandi að útvega þeim vinnu sem hér eru á atvinnuleysisbótum, enda eru þeir einungis nokkrar þúsundir en ekki nokkrar milljónir, eins og í mörgum öðrum löndum, til dæmis í Evrópu, þar sem hlutfallslegt atvinnuleysi er einnig mun hærra en það er hér.
Svíar hafa í töluverðum mæli unnið í Noregi undanfarið og margir þeirra hafa einnig unnið hér undanfarin ár en hvernig væri ástandið í Noregi núna ef þeir hefðu enga olíu?!
Svartagallsrausið í sumum Íslendingum er hins vegar óendanlegt, hefur alltaf verið það og mun alltaf verða það.
Þorsteinn Briem, 26.11.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.