871 - Ungmennin og atvinnuleysið

Enn er rætt um ungmennin og atvinnuleysisbæturnar. Ég er alls ekki á móti því að gott eftirlit sé haft með því að ekki séu sviknar út bætur. En að ætla sér að taka hluta atvinnuleysisbóta af öllu fólki á vissum aldri er ótæk aðferð. Öðruvísi verður að vinna þetta mál. 

Ég geri dálítið af því að tefla hraðskákir á Netinu. Það er enginn vandi að finna einhverja sem vilja tefla og það er ágætt að dreifa huganum þannig þegar ekkert kallar að. Allir skákserverar gefa stig og ég vil yfirleitt heldur tefla niður fyrir mig í stigum en upp fyrir. Hef hugleitt hvers vegna það er. Aldurinn held ég að skipti mestu máli. Ég er alls ekki að þessu til að bæta mig heldur eingöngu mér til skemmtunar og það er miklu skemmtilegra að vinna en að tapa.

Eru það matsfyrirtækin umtöluðu sem ráða heiminum í dag? Verða allir að sitja og standa eins og þeir fátæku hjá Fitch Moody heimta? Hvaðan kemur þeim allt sitt vald? Eru það kannski bara Íslendingar sem taka mark á þeim? Ég vil gjarnan vita meira um þessi fyrirtæki.

Af Bjarna frænda og fleirum er ég kallaður ESB-sinni. Fyrir mér er það heiðurstitill sem ég er stoltur af. Í skilningi Hegels tel ég ESB vera syntesuna sem til varð við samruna kapítalismans og kommúnismans sem óhætt er að fullyrða að séu báðir dauðir. Bandaríki nútímans eru aftur á móti á glötunarleið því þar virðast stjórnvöld telja að kapítalisminn hafi sigrað kommúnismann og halda beri honum áfram hvað sem það kostar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Algengasta upphrópunin og skammaryrðið sem maður fær á sig þessa dagana er "Aðildarsinni"  - slengt fram með megnum viðbjóðs- og fyrirlitningarsvip.  Þetta er að verða að fúkyrði í íslensku máli.

Svo er það orðið "Icesave-sinni".

Skammaryrðið "Landráðamaður" er orðið úrelt og gamaldags...

Kama Sutra, 21.11.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki til neitt fallegra í heiminum en að vera ESB-sinni.

Moody's - Wikipedia


Standard & Poor's


Fitch Ratings


Sæmi hann var metinn af Moody,
og matið það var allt í gúdí,
of very high is kallinn quality,
credit risk low en hver trúir því?

Þorsteinn Briem, 21.11.2009 kl. 06:17

3 identicon

Alltaf jafn góður.  Hef sent krækju til vina og vandamanna, með kvattningu um að þú verði settur á "minn lista".  Það hlýtur að taka nokkurn tíma að skrifa svona góða stubba?

Ólafur Sveinsson 21.11.2009 kl. 15:13

4 identicon

Heyrðu Sæmundur.  Það átti auðvita að vera h en ekki k, í hvattningu.  'Eg er nú bara, einnar nótu Samba maður.  One note samba. a la Bossa Nova!

Ólafur Sveinsson 21.11.2009 kl. 17:10

5 identicon

Tveir vísifingrar.

Ólafur Sveinsson 21.11.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Kama Sutra

Það á líka að vera eitt t í hvatningu.

Kama Sutra, 21.11.2009 kl. 17:46

7 identicon

Þá tifar vísifingurinn ekki í réttum takti.

Ólafur Sveinsson 21.11.2009 kl. 18:18

8 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 21.11.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband