6.11.2009 | 00:05
856 - AGS/IMF
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sagður hafa gefið í skyn að lækka eigi húsnæðisskuldir og svigrúm sé til þess. Þetta kann vel að vera rétt en fréttir af þessu er oft sagðar á þann hátt að helst er að skilja að upphæðir þær sem nefndar eru komi svífandi úr loftinu. Mín reynsla er að peningar og verðmæti verði aldrei til úr engu. Útrásarvíkingarnir bjuggu reyndar til þannig verðmæti en nú er reikningurinn að koma í hausinn á okkur. Tuttugu pósentin Sigmundar höfðu hvað mig snertir aldrei tilætluð áhrif. Fréttaflutningur af því máli var jafnan þannig að helst mátti skilja að fjárhæðir kæmu svífandi fyrir galdra og fjölkyngi. Nú segir AGS að svigrúm sé til lækkunar húsnæðisskulda. Það kann að vera vegna þess að lánardrottnar vilji heldur fá eitthvað en ekkert. Eftirgjöf skulda til þeirra sem mest skulda og minnstar líkur eru á að greiði sínar skuldir er eflaust betra að komi húsnæðiseigendum til góða en öðrum. Þeir hafa greinilega orðið fyrir mikilli ósanngirni. Skuldirnar hafa hækkað mikið en fasteignirnar fallið í verði. Hef ekki kynnt mér Hagamálið nógu vel til að úttala mig um það. Hirðmenn Davíðs hafa þó tekið við sér og ég tek eftir því að að Hannes Hólmsteinn bloggar um það af mikilli hind. Einu sinni fékk hann gæsalappadóm" á sig. Nú virðist hann vera að bíða eftir greinaskiladómi". Hvað segir klósettið þitt um þig?" Ég held að það steinhaldi kjafti." Nú, þá er það ekki almennilegt auglýsingaklósett." Það getur vel verið. Ég vil bara ekkert að það sé að kjafta um mína klósetthegðun." |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Húsnæðisskuldirnar á að lækka eigi síðar en núna á sama hátt og þær voru hækkaðar við hrunið í október í fyrra: með sjónhverfingum.
Þá hækkuðu verðtryggðar skuldir í íslenskum krónum með þeirri sjónhverfingu að láta þær fylgja tiltekinni vísitölu án þess að nokkrar innstæður hefðu í sjálfu sér breyst.
Þá hækkuðu svokölluð gjaldeyristryggð lán með sjónhverfingu gengisfalls án þess að bankarnir hefðu tekið gjaldeyrislán á móti þeim. (Þetta er viðurkennd staðreynd). Maður sem eftir strangt stöðumat hafði fengið ítrasta lán upp á 20 milljónir stóð allt í einu uppi með 50 milljóna skuld án þess að hafa nokkurn tíma fengið nema 20 milljónir. Ergo: bankinn hafði aldrei innt hærri upphæð af hendi til hans. Af hverju ætti hann allt í einu að fá 50 milljónir til baka?
Þetta er ekki niðurfelling skulda heldur leiðrétting.
Um klósettið:
Þetta er fáránleg auglýsing. Sammála þér þar um.
Hvað segir klósettið mitt um mig (við mig)?
Ja -- það bara hefur hingað til tekið mér opnum -- örmum! Og ég hef aldrei orðið þess var að það væri neitt að slúðra þar um.
Sigurður Hreiðar, 6.11.2009 kl. 12:23
Sæmundur þú ert loksins ómeðvitað búinn að átti þig á málflutningi Sigmundar Davíðs, hann var bara svolítið á undan. Ef menn hefðu rætt þær hugmyndir sem Framsóknarmenn lögðu fram löngu fyrir kosningar hefði verið hægt að komast að niðurstöðu og útfærslu og þær aldrei orðið kosningamál. Nú eru menn að vakna upp og sjá að það er betra að afskrifa almennt á línuna og tryggja þannig greiðsluviljann og að eftirstöðvarnar verði greiddar.
Versta leiðin eru smáskammta lækningar eins og Samfylkingin boðar þar sem vandamálið er aldrei leyst heldur því ýtt á undan sér. Það endar líka með því að einstaklingar sitja ekki við sama borð og jafnaðarmennskunni verður fórnað á altari fjármagnseigenda og sérréttindahópa.
G. Valdimar Valdemarsson, 6.11.2009 kl. 13:26
Það er dálítið svona þreytandi til lengdar að fylgjast með öllu garginu um lausnir á þessum og hinum vandanum. Niðurstaðan verður nú oftast sú að eftir að hafa eytt mikilli orku í að afsanna kenningu pólitísks andstæðings kemur í ljós að hún var skársta. Eiginlega sýnist mér pólitíkusarnir okkar verða þeim mun gegnsærri, glærari og heimskulegri á svipinn sem þeir leggja sig meira fram við að tala gáfulega.
Árni Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.