831 - Jóhanna og Davíð

Að mörgu leyti legg ég að jöfnu það sem er að gerast í íslenskum stjórnmálum þessa dagana og það sem gerðist í sambandi við fjölmiðlalögin árið 2004. Svipaðar ofsóknir eru í gangi. Menn týna sjálfum sér í óþörfum ofsa. Orðræðan er komin úr öllu samhengi við tilefnið og stjórnmálamenn sjást ekki fyrir. 

Þó mér hafi fundist eðlilegt að sauma að Davíð Oddssyni í sambandi við fjölmiðlalögin er ég viss um að stuðningsmenn hans hafa upplifað ástandið sem þá skapaðist sem árás á hann. Ég vil ekki vera að fjölyrða mikið um þetta því stjórnmál eru leiðinleg og mannskemmandi.

Að sumu leyti er ég á öndverðum meiði við Láru Hönnu Einarsdóttur varðandi stjórnmálaskoðanir en hún stendur sig vissulega vel í því að halda útrásarbesefunum í skefjum og það er frábært að geta gengið í safn hennar af athyglisverðum hlutum. Um daginn birti hún á bloggi sínu grein sem Njörður P. Njarðvík hafði skrifað og nefnt: „Ef árgalli kemur í siðu."

Sú grein er mjög góð og ég vil hvetja alla til að lesa hana. Greinin birtist á Vísi.is og bæði má sjá hana þar og í bloggi Láru Hönnu. (Visir.is - Umræðan - Yfirlit greina. Blogg Láru Hönnu 8. október s.l.)

Njörður segir meðal annars:

Einna verst þótti mér þó að frétta af fjölda háskólanema sem sótti fé í atvinnuleysissjóð á meðan þeir voru í námi. Íslenska þjóðin gefur þessu fólki ókeypis háskólanám, sem er fjarri því að vera regla í öðrum löndum. Þessir nemendur launa þá miklu gjöf með því að svíkja fé úr almannasjóði ætluðum fólki sem hefur misst atvinnu sína. Ég hlýt að spyrja: Hvers virði er menntun fólks sem sýnir af sér þvílíka siðblindu? Hefur það ekki í raun fyrirgert rétti sínum til ókeypis æðri menntunar?

Þegar ég var við nám á Bifröst forðum daga áttum við nemendurnir hver og einn eftir vissum reglum að standa upp í matsal og lesa einhverja tilvitnum. Það kostaði oft mikil og langvarandi heilabrot að finna réttu tilvitnunina. Ætli ég hafi ekki þurft að standa skil á svona tilvitnunum í tvö til þrjú skipti. Einni þeirra man ég eftir. Hún var einhvern vegin svona: „Nútímamenn fordæma Júdas ekki fyrir að hafa svikið herra sinn heldur fyrir að hafa kastað frá sér þrjátíu silfurpeningum." 

Hugsunin er ekki ósvipuð og í klausu Njarðar. Græðgin er þvílík hjá nær öllum að frávik frá henni eru beinlínis skrýtin.

Ekki hefur neinum þótt taka því að mótmæla efnislega því sem ég sagði um ESB á blogginu mínu í gær. Geng útfrá því að þeir sem lesið hafa séu mér sammála.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sæmi.

Það er skrítið þegar þeir fullorðu verða hissa á því hvernig hefur tekist til með nýja kynslóð og það að hún skuli smituð af spillingu skilur engin.

Maður líttu þér nær.

Kveðja,


 

Guðmundur Bjarnason 12.10.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband