744 - Það er nú svo

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að umsókn um aðild að ESB væri umsókn um aðild en ekki einhvers komar ábyrgðarlausar könnunarviðræður. Þjóðaratkvæðagreiðsla fari síðan fram um þann samning sem samninganefndirnar koma sér saman um ef þær koma sér saman um eitthvað. Ég hef ekkert haft á móti því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi einnig fram um það hvort leyfa skuli stjórnvöldum að sækja um aðild. Það skemmir alls ekki fyrir samninganefndinni en tefur málið eitthvað. 

Nú virðist sú aðferð einkum vera notuð sem hálmstrá fyrir andstæðinga aðildar og stuðningur við formenn stjórnmálaflokka sem vilja umfram allt halda aga innan sinna flokka í þessu máli og skaða ríkisstjórnina. Stuðningur er á Alþingi við umsókn um aðild. Hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um þann samning sem væntanlega næst eftir nokkur ár verður sigur eða tap fyrir þá sem aðild vilja á alveg eftir að koma í ljós.

Kommentin við blogg Birgittu Bergþórudóttur eru gríðarlega mörg. Ekki hef ég í hyggju að bæta neinu þar við þó ég hafi kosið Borgarahreyfinguna í síðustu kosningum og mamma hennar sé á hausmyndinni hjá mér.

Ég hef aldrei skráð mig á Facebook. Samt sem áður hafa stjórnendur þar komist yfir netfang mitt enda er það ekki erfitt. Síðan hafa þeir látið einhverja sjálfvirka vél skrifa mér eftirfarandi bréf:

---------------------------------------------

Hi Sæmundur,

You haven't been back to Facebook recently. You have received notifications while

you were gone.

You have the following notifications:

2 friend requests

Thanks,

The Facebook Team

---------------------------------------------

Síðan fylgja einhverjar leiðbeiningar um hvernig ég á að komast hjá því að fá fleiri svona bréf í framtíðinni.

Ég kann ekki að meta þetta. Ef ég vil vera laus við Facebook þá finnst mér að ég eigi að geta verið það í friði. Meira hef ég eiginlega ekki um þetta mál að segja.

1970 til 1978 bjó ég að Vegamótum á Snæfellsnesi. Myndirnar fimm sem hér fylgja eru teknar þar. Fengnar hjá Bjössa bróður.

ve1Þarna erum við að flytja borðtennisborðið mikla frá Breiðabliki til að setja upp í sláturhúsinu. Mér er sagt að maðurinn með skeggið sé ég. Bíllinn undir tennisborðinu er samt ekki minn bíll því aldrei varð ég svo frægur um dagana að eignast toppgrind. Afturendinn á Pésa sést og á myndinni.

ve2Þarna held ég á Pésa og Hafursfellið er í baksýn. Ekki virðist Pési alveg kunna að meta þetta.

ve3Bensínskúrinn á Vegamótum. Alltaf þarf Pési að troða sér inn á allar myndir. Þarna er hann að taka olíu.

ve4Veitingahúsið.

ve5Búðin og sláturhúsið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rosalega gaman að sjá þessar myndir. 

Anna Einarsdóttir, 16.7.2009 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband