687- Gutenberg og Netútgáfan

Gutenberg bók las ég eitt sinn þar sem ferð Amundsens til Suðurskautsins var lýst. Að sumu leyti voru þeir félagar að sjálfsögðu í keppni við Scott og Co. Amundsen fór þó allt öðru vísi að og lykillinn að árangri hans var að hann skyldi nota hundana á þann hátt sem hann gerði. 

Amundsen fór styttri leið á skautið en Scott og notaði hundana þannig að maturinn sem hundarnir fengu á heimleiðinni voru hundar sem drepnir voru því hægt var að notast við færri hunda til að draga hundasleðana eftir því sem matarbirgðir minnkuðu.

Hræddur er ég um að heyrast mundi í einhverjum dýraverndunarsinnum ef svipað þessu ætti sér stað nú um stundir. Á þessum tíma þótti þetta ekkert merkilegt og alls ekkert dyrplageri.

Aðra bók frá Gutenberg las ég líka og hún fjallaði um svissneska konu sem tókst á hendur ferð til Íslands. Þetta var mikil svaðilför og lýsingarnar á landinu margar eftirminnilegar. Best man ég eftir því að konan sagðist helst aldrei hafa viljað fara inn í bæina og alls ekki sofa þar þó henni væri oft boðið það. Svaf miklu fremur í kirkjum og var fyrir bragðið álitin svolítið skrítin.

Sjóferðin til landsins var líka sláandi lýsing hjá henni því hún var hundveik af sjóveiki allan tímann á leiðinni hingað til lands og ferðin tók langan tíma. Hún ferðaðist ein og keypti sér far eftir þörfum því nóga peninga átti hún.

Netútgáfan var að sjálfsögðu stæling á Gutenberg og við lögðum áherslu á það sem íslenskt var. Ferðalög útlendra auðkýfinga voru ekki þar á meðal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband