666- Viðeigandi númer. Ég er búinn að kjósa

Já, ég er búinn að kjósa. Og kaus rétt. Semsagt Borgarahreyfinguna. Samfylkingin á ekkert gott skilið. Brást illilega þegar mest á reið. Þarf samt að verða stærri en Vinstri grænir og nær því eflaust án minnar aðstoðar. Lítið spennandi við væntanlegt stjórnarmynstur. Flest fyrirsjáanlegt.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus það sama og þú - sem ég tel hið eina rétta í stöðunni eins og hún er núna.

Spennandi kosninganótt framundan!

KosningasMalína 25.4.2009 kl. 19:21

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

merkilegt hvað við erum mörg á blogginu sem kjósum svipað.. ég kaus borgarahreifinguna líka :)

Óskar Þorkelsson, 25.4.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef trú á því að Borgarahreyfingin nái mun betri kosningu en skoðanakannanir hafa sýnt.  5-6 mönnum á þing. 

Er annars með kvíðahnút fyrir kvöldinu.  Vil ekki horfast í augu við þá mögulegu niðurstöðu að okkur Íslendingum sé ekki viðbjargandi. 

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 19:58

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Var hún ekki einhverstaðar kölluð Bloggarahreyfingin?

Emil Hannes Valgeirsson, 25.4.2009 kl. 21:09

5 identicon

Ha ha, Bloggarahreyfingin!

KosningasMalína 25.4.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband