660- Sjónvarpsauglýsingar flokkanna og fleira

Þorbjörn Broddason segir að sjónvarpsauglýsingar flokkanna snúist bara um ímyndir. Það finnst mér líka. Tek ekki mikið eftir slíkum auglýsingum en í þeim sem ég hef séð finnst mér áherslan vera á gluggagægjum. 

„Það er tungunni tamast sem er hjartanu kærast" er einn af mínum uppáhaldsmálsháttum.

Var í mesta sakleysi að horfa á fréttir á Stöð 2 þegar þegar Edda Andrésdóttir segir allt í einu fullum fetum. „Nú segir Hans Kristján Árnason okkur íþróttafréttir".

Ég kipptist við. Fáum hef ég kynnst um æfina sem eru eftirminnilegri en Hans Kristján Árnason. Hann og Jón Óttar Ragnarsson settu Stöð 2 á fót árið 1986 og eru báðir ógleymanlegir hugsjónamenn.

Auðvitað mismælti Edda sig þarna. Það var Hans Steinar Bjarnason sem sagði íþróttafréttirnar eins og venjulega.

Auglýsing í Bændablaðinu er þannig: (eftir því sem Jens Guð segir) „Vilt þú hætta mjólkurframleiðslu, selja kýrnar en eiga kvótann og hirða beingreiðslurnar fyrirhafnarlaust?" Undir er svo símanúmerið 841 8618.

Þetta finnst mér athyglisvert. Hélt að svona lagað væri alltaf neðanjarðar og menn viðkenndu það ekki. Auðvitað er margt af þessu tagi stundað ótæpilega en er það virkilega orðið svona sjálfsagt að svindla opinberlega? Illa hef ég fylgst með.

Kannski verður það á endanum Borgarahreyfingin sem ég kýs. Þeir lofa á margan hátt góðu. Man samt ekki í smáatriðum hvernig stefnuskráin þeirra er. Kannast við sum nöfnin sem þar eru á listum og líkar bærilega. Fjórflokkinn kýs ég varla.

Margt bendir til að Vinstri hreyfingin grænt framboð verði stærsti flokkurinn að kosningum loknum. Verður þá ekki Steingrímur Jóhann sjálfsagt forsætisráðherraefni?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Jú væntanlega verður hann það og þá vitna ég í Grey Haarde. Guð hjálpi Íslandi.

Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband