656- Meira um Borgarnesmyndirnar og fleira

Varðandi Borgarnesmyndirnar sem ég sagði frá um daginn er ég að hugsa um að setja þær allar á bloggið mitt eða eitthvað annað og leyfa þeim sem vilja að dánlóda. Þetta verður kynnt nánar þegar þar að kemur. Myndirnar sem ég birti voru bara sýnishorn og minni í pixlafjölda en þær verða væntanlega. Hringt var í mig frá Safnahúsinu í Borgarnesi í dag og málið er í vinnslu.

Í gær (held ég) voru tvær fyrirsagnir hjá mbl.is á sömu fréttinni. Þessar fyrirsagnir voru svona: „Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum." og „Samfylking stærst í Reykjavík norður". Hvað er þarna á ferðinni? Glittir í eigandaskiptin? Er farið að lesa yfir fréttir á mbl.is? Greinilega þótti einhverjum fyrri fyrirsögnin ekki nógu góð. En af hverju?

Það er til merkis um hve Samfylkingin er orðin stór að hún skuli geta gleypt Ómar Ragnarsson og fylgdarlið án þess að verða hið minnsta bumbult. Ómar segist geta unnið að sínum hugðarefnum innan Samfylkingarinnar og haft meiri áhrif þar en með því að halda áfram (ef til vill árangurslaust) að bjóða fram. Eftir það sem á hefur gengið hefði ég samt frekar kosið hann en einhvern af fjórflokkunum.

Björn Bjarnason hefur hátt um virðingu Alþingis. Ekki megi halda stjórnlagaþing vegna þess að með því sé vald og virðing Alþingis minnkuð smá. Ja, svei. Virðing Alþingis má svo sannarlega minnka og Björn Bjarnason verður örugglega ekki kosinn á stjórnlagaþing. Ef persónukjör væri leyft væri kannski hægt að halda því fram að þjóðin hefði valið sér fulltrúana sem á Alþingi sitja. Svo er bara ekki. Það eru flokkarnir sem hafa valið þá og kosið að setja sem mestar hindranir í veg fyrir aðrar aðferðir en þær sem þeim hugnast.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband