622. - Fjórflokkurinn blívur. (Skyldi ég hafa notað þessa fyrirsögn áður?)

Almennt séð mundi ég álíta að niðurfelling skulda væri ígildi tekna og þá mjög hugsanlega skattskyld. Skyldu framsóknarmenn hafa íhugað að almenn 20 % niðurfelling á skuldum til handhafa húsnæðislána er líklega skattskyld og þannig mikill hvalreki fyrir ríkisvaldið. 

Nýju framboðin eru hægri og vinstri. Mér finnst Bjarni vera til hægri en Birgitta og Co. til vinstri. Kannski er þetta þó vitleysa. Kannski endar þetta allt saman með því að ég þarf að velja milli þess hvaða nýja framboð ég kýs. Þau gætu orðið skásti kosturinn.

Fjórflokkurinn svokallaði hefur starfað hér á landi í um það bil öld. Flestir flokkarnir nema Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa á þessum tíma stundað það að skipta um nöfn og skiptast með ýmsu móti. Fylgi flokkanna hefur verið mjög misjafnt nema þá helst Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur jafnan haft talsverða yfirburði yfir aðra flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn á rætur sínar í sjálfstæðisbaráttunni eins og nafnið bendir til. Frá lýðveldisstofnun hefur hann oftast verið við völd. Vinstri stjórnir hafa venjulega hrökklast frá eftir 3 ár eða svo. Sjálfstæðisflokkurinn var þó lengst af socialdemokratískur flokkur og þess vegna eins stór og hann er. Eftir að Hannes Hólmsteinn varð aðalhugmyndafræðingur flokksins og Eimreiðarklíkan tók þar völd hefur nýfrjálshyggjan keyrt þjóðina nánast í gjaldþrot. Vinstri sveiflan þarf því engum að koma á óvart.

Í komandi kosningum er allt útlit fyrir talsverða vinstri sveiflu. Sjálfstæðisflokkurinn mun óhjákvæmilega minnka og útlit er fyrir samstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ef ég stel (tek til handargagns) 8 milljóna króna bíl (jeppa) og verð svo óheppin að upp komist, slepp ég þá með að borga ca 36% (ca 3millj.) fyrir hann, þ.e. tekjuskattsupphæðina af því að mér yrðu reiknaðar þessar 8milljónir sem laun.

Auðvitað er þetta bull, en ég er viss um að þú skiljir hvað ég á við.

Eygló, 6.3.2009 kl. 01:26

2 identicon

Af hverju er verið að tala um niðurfellingu skulda ? Af hverju er ekki talað um leiðréttingu skulda frekar. Hér hafa orðið slíkar hamfarir hjá þeim sem skulda að væri þetta vegna náttúrhamfara væru allir sammála að styðja við þá er fyrir urðu. Það á að leiðrétta skuldir erlendar og innlendar til 1/1 2008 það er sanngjarnasta leiðin. Ekkert fellt niður aðeins sanngjörn leiðrétting. Sá sem á kröfu á annan á ekki að hagnast á þessum hamförum. ÞEIR sem

Hreggviður 6.3.2009 kl. 09:49

3 Smámynd: Eygló

Æi, Hreggviður nú hef ég verið á öðrum nótum og þú gast auðvitað ekki fylgst með.

Reiði mín beinist að þeim sem hlut eiga að máli vegna þeirra sem fengu niðurfelldar skuldir vegna hlutabréfakaupa; yfirmenn og millistjórnendur fjármálafyrirtækja. Talað var um að þeir þyrftu að borga tekjuskatta af upphæð niðurfelldu skuldanna. ÞAÐ finnst mér vel sloppið, en þó betra en ekki.´

Ekki undir neinum kringumstæðum æðrast ég þótt fólki í vanda sé hjálpað, ekki veitir mörgum af.

Fyrirgefðu að ég kom máli mínu svona illskiljanlega frá mér.

Háttvirti síðueigandi, ég biðst velvirðingar á (mis-)notkun þinnar síðu

Eygló, 6.3.2009 kl. 12:02

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Í fréttum í gær var kynnt framboð Borgarahreyfingarinnar og ítarleg viðtöl voru m.a. við Birgittu Jónsdóttur og Valgeir Skagfjörð. Sá flokkur kemur sterkur inn og er ég sannfærður um að hann brjóti 5% múrinn.

BH flokkast, finnst mér, öllu heldur til vinstri. Því tel ég allar líkur að hér verði vinstristjórn næst. 

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband